Suarez farinn í sumarfrí Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. apríl 2013 07:00 þungur dómur Það er langt þangað til Suarez spilar næst með Liverpool. Hann missir af fyrstu sex leikjum liðsins á næsta tímabili.nordicphotos/afp Það varð endanlega ljóst í gær að hinn úrúgvæski framherji Liverpool, Luis Suarez, er á leið í tíu leikja bann. Hann ákvað þá að sleppa því að áfrýja banninu sem hann hafði fengið fyrr í vikunni. Suarez missir því af síðustu fjórum leikjum Liverpool í vetur sem og af fyrstu sex leikjum liðsins næsta vetur. Bannið fékk Suarez fyrir að bíta Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í leik liðanna um síðustu helgi. „Ég er í alvörunni virkilega miður mín yfir þessu. Ég vona að allt fólkið sem ég brást á Anfield síðasta sunnudag finni það hjá sér að fyrirgefa mér þessa uppákomu,“ sagði Suarez á Twitter í gær og bætti við að hann myndi senda út röng skilaboð með því að áfrýja. Jafnvel þótt honum fyndist bannið vera of langt. „Þetta mótlæti mun hjálpa mér við að haga mér betur í framtíðinni. Nú einbeiti ég mér að því að verða betri fótboltamaður, innan vallar sem utan,“ bætti Suarez við. Fjölmargir á Englandi hafa keppst við að fordæma hegðun Suarez og nú síðast sjálfur forsætisráðherra Bretlands, David Cameron. Hann sagði að Suarez væri slæm fyrirmynd.Suarez er fyrirmynd Seinni partinn í gær sendi aganefnd enska knattspyrnusambandsins síðan frá sér skýrslu þar sem bannið er rökstutt. Í þeirri löngu skýrslu kemur meðal annars fram að aganefndin líti svo á að Suarez sjái ekki hversu alvarlegt brot hans sé. Það sé nauðsynlegt að senda út sterk skilaboð svo öllum sé fullljóst að slík hegðun eigi ekki heima á knattspyrnuvellinum. Hundruð milljóna um allan heim hafi séð atvikið og þetta sé ekki sú mynd sem sambandið vilji að fólk hafi af enska boltanum. „Allir leikmenn í úrvalsdeildinni eru fyrirmyndir og hafa þá skyldu að haga sér á ábyrgan hátt. Þeir eiga að vera öllum hinum fyrirmynd og þá sérstaklega ungum leikmönnum,“ segir meðal annars í skýrslunni. Þetta er í annað sinn sem Suarez fer í langt bann fyrir að bíta andstæðing. Hann var dæmdur í sjö leikja bann í Hollandi árið 2010 er framherjinn, sem þá lék með Ajax, beit leikmann PSV Eindhoven. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að sú staðreynd að Suarez sé síbrotamaður á vellinum sé ástæðan fyrir því að hann hafi fengið svona langt bann. „Þetta er mjög alvarlegt brot og ekki í fyrsta skipti sem hann gerir sig sekan um alvarlegt brot. Þess vegna fær hann svona langt bann. Ég get ekki séð neina aðra ástæðu,“ sagði Wenger en í skýrslunni er sérstaklega tekið fram að fyrri dómar hafi ekki haft áhrif á þessa niðurstöðu. Forráðamenn Liverpool eru verulega ósáttir við þetta langa bann og hafa meðal annars bent á að enska knattspyrnusambandið hafi ekki refsað Jermain Defoe árið 2006 er hann virtist bíta Javier Mascherano. Ashley Barnes, leikmaður Brighton, fékk síðan sex leikja bann fyrir að fella dómara í leik í síðasta mánuði. Forráðamenn Liverpool segja að samræmið í þessum dómum sé ekkert. Dómstóllinn sem tók málið fyrir segir að brot Suarez sé alvarlegra en brot Barnes og þar af leiðandi eigi Suarez að fá þyngri dóm en Barnes. Enski boltinn Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Það varð endanlega ljóst í gær að hinn úrúgvæski framherji Liverpool, Luis Suarez, er á leið í tíu leikja bann. Hann ákvað þá að sleppa því að áfrýja banninu sem hann hafði fengið fyrr í vikunni. Suarez missir því af síðustu fjórum leikjum Liverpool í vetur sem og af fyrstu sex leikjum liðsins næsta vetur. Bannið fékk Suarez fyrir að bíta Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í leik liðanna um síðustu helgi. „Ég er í alvörunni virkilega miður mín yfir þessu. Ég vona að allt fólkið sem ég brást á Anfield síðasta sunnudag finni það hjá sér að fyrirgefa mér þessa uppákomu,“ sagði Suarez á Twitter í gær og bætti við að hann myndi senda út röng skilaboð með því að áfrýja. Jafnvel þótt honum fyndist bannið vera of langt. „Þetta mótlæti mun hjálpa mér við að haga mér betur í framtíðinni. Nú einbeiti ég mér að því að verða betri fótboltamaður, innan vallar sem utan,“ bætti Suarez við. Fjölmargir á Englandi hafa keppst við að fordæma hegðun Suarez og nú síðast sjálfur forsætisráðherra Bretlands, David Cameron. Hann sagði að Suarez væri slæm fyrirmynd.Suarez er fyrirmynd Seinni partinn í gær sendi aganefnd enska knattspyrnusambandsins síðan frá sér skýrslu þar sem bannið er rökstutt. Í þeirri löngu skýrslu kemur meðal annars fram að aganefndin líti svo á að Suarez sjái ekki hversu alvarlegt brot hans sé. Það sé nauðsynlegt að senda út sterk skilaboð svo öllum sé fullljóst að slík hegðun eigi ekki heima á knattspyrnuvellinum. Hundruð milljóna um allan heim hafi séð atvikið og þetta sé ekki sú mynd sem sambandið vilji að fólk hafi af enska boltanum. „Allir leikmenn í úrvalsdeildinni eru fyrirmyndir og hafa þá skyldu að haga sér á ábyrgan hátt. Þeir eiga að vera öllum hinum fyrirmynd og þá sérstaklega ungum leikmönnum,“ segir meðal annars í skýrslunni. Þetta er í annað sinn sem Suarez fer í langt bann fyrir að bíta andstæðing. Hann var dæmdur í sjö leikja bann í Hollandi árið 2010 er framherjinn, sem þá lék með Ajax, beit leikmann PSV Eindhoven. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að sú staðreynd að Suarez sé síbrotamaður á vellinum sé ástæðan fyrir því að hann hafi fengið svona langt bann. „Þetta er mjög alvarlegt brot og ekki í fyrsta skipti sem hann gerir sig sekan um alvarlegt brot. Þess vegna fær hann svona langt bann. Ég get ekki séð neina aðra ástæðu,“ sagði Wenger en í skýrslunni er sérstaklega tekið fram að fyrri dómar hafi ekki haft áhrif á þessa niðurstöðu. Forráðamenn Liverpool eru verulega ósáttir við þetta langa bann og hafa meðal annars bent á að enska knattspyrnusambandið hafi ekki refsað Jermain Defoe árið 2006 er hann virtist bíta Javier Mascherano. Ashley Barnes, leikmaður Brighton, fékk síðan sex leikja bann fyrir að fella dómara í leik í síðasta mánuði. Forráðamenn Liverpool segja að samræmið í þessum dómum sé ekkert. Dómstóllinn sem tók málið fyrir segir að brot Suarez sé alvarlegra en brot Barnes og þar af leiðandi eigi Suarez að fá þyngri dóm en Barnes.
Enski boltinn Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira