Enski boltinn

Ayre: Suarez verður áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ian Ayre, framkvæmdarstjóri Liverpool, segir að þrátt fyrir atvik gærdagsins muni Luis Suarez verða áfram í herbúðum félagsins.

Ayre er í viðtalið á heimasíðu Liverpool þar sem hann fer yfir málið ítarlega. Þar staðfestir hann að félagið hafi sektað Suarez fyrir að bíta Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í leik liðanna í gær.

Einnig má búast við því að enska knattspyrnusambandið muni dæma hann í langt bann vegna þessa.

„Við ræddum við Luis, bæði í gær og í morgun, og við munum hjálpa honum að bæta sig. Hann sér eftir öllu saman,“ sagði Ayre meðal annars og bætti við að eigendur félagsins hefðu fylgst náið með framvindu mála.

Ayre segir svo að atvikið hafi engin áhrif á framtíð hans en fyrir voru sterkir orðrómar á kreiki um að Suarez væri á leið frá Liverpool í sumar.

„Luis er félaginu afar mikilvægur leikmaður og mjög vinsæll hjá leikmönnum. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning síðastliðið sumar og við viljum klára þann samning. Þetta breytir engu.“


Tengdar fréttir

Suarez enn á milli tannanna á fólki

Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu.

Suarez biðst afsökunar á bitinu

Luis Suarez, framherji Liverpool hefur beðist afsökunar á því að hafa bitið Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í dag.

Óafsakanleg hegðun hjá Suarez

Luis Suarez, leikmaður Liverpool, beit Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í höndina í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Myndband: Suarez beit frá sér

Luis Suarez var í aðalhlutverki í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea. Suarez skoraði mark, lagði upp mark, fékk dæmt á sig víti auk þess sem hann beit Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í höndina.

Liverpool sektaði Suarez

Luis Suarez, leikmaður Liverpool, hefur staðfest að hann hafi fengið sekt frá félaginu fyrir að bíta Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea. Sektarupphæðin er ótilgreind.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×