Real Madrid var ekki í neinum vandræðum með Athletic Bilbao þegar liðið bar sigur úr býtum 3-0 á San Mamés, heimavelli Bilbao.
Cristiano Ronaldo skoraði fyrsta mark leiksins á 2. mínútu beint úr aukaspyrnu og var markið virkilega glæsilegt.
Staðan var 1-0 í hálfleik en Ronaldo var aftur á ferðinni tuttugu mínútum fyrir leikslok þegar hann skallaði boltann í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Xabi Alonso.
Það var síðan Gonzalo Higuaín sem skoraði þriðja og síðasta mark leiksins fimmtán mínútum fyrir leikslok eftir frábæra stungusendingu frá Ronaldo.
Niðurstaðan því 3-0 sigur Real Madrid sem er sem fyrr í öðru sæti deildarinnar með 68 stig, þrettán stigum á eftir Barcelona.
