Innlent

Íslenskur nemandi í MIT í skólanum þegar skotbardaginn gekk yfir

Jóhannes Stefánsson skrifar
Lögreglumenn munda byssur í Boston
Lögreglumenn munda byssur í Boston Mynd/ AFP
Björn Axelsson, nemandi við MIT í Cambridge, var í skólanum þegar ­skotbardaginn við skólann átti sér stað. „Ég fékk sms frá félaga mínum um að eitthvað hefði gerst. Þegar ég kem út eru lögreglumenn, þyrlur og hundar úti um allt.“ Björn er nú kominn heim til sín, heill á húfi.

Björn segir að skólinn hafi, þegar skotárásin hafi átt sér stað, sent öllum nemendum skólans viðvörun símleiðis þess efnis að nemendur ættu ekki að koma á skólasvæðið og ættu að halda sig heima. Öllu skólastarfi hefur verið aflýst, en skólinn hefur þó sagt nemendum að nú sé öruggt að ferðast um svæðið í kringum skólann. Engu að síður hafa nemendur og aðrir íbúar svæðisins verið hvattir til að halda sig inni. Þá hefur starfsfólki skólans verið sagt að mæta ekki til vinnu, samkvæmt vefsíðu MIT.

Björn lýsir aðstæðum á Facebook síðu sinni á þennan veg:

Björn Axelsson lýsir aðstæðum við MITMynd/ Skjáskot af Facebook



Fleiri fréttir

Sjá meira


×