Risahöfn og olíuiðnaður inn á skipulag Langanesbyggðar Kristján Már Unnarsson skrifar 3. apríl 2013 18:45 Skipulagsstofnun hefur fallist á aðalskipulag Langanesbyggðar sem gerir ráð fyrir risahöfn í Finnafirði og lóðum undir olíu- og gasiðnað og bíður það nú staðfestingar umhverfisráðherra. Sveitarstjórnarmenn á Norðausturlandi hafa lengi horft til þeirra tækifæra sem siglingar yfir Norðurheimskautið og olíuleit gætu skapað og komu stórskipahöfn í Gunnólfsvík við Langanes inn á aðalskipulag fyrir átta árum. Þáverandi iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, veitti þessum áformum stuðning sinn þegar hann hóf fyrsta olíuleitarútboð Íslendinga á Vopnafirði og Þórshöfn fyrir fjórum árum. Sem utanríkisráðherra hefur hann haldið áfram að beita sér í þessu skyni, síðast fyrir páska, þegar hann bauð olíumálaráðherra Noregs samstarf um þjónustumiðstöð á Íslandi. Sveitarfélögin Vopnafjörður og Langanesbyggð hafa með útgáfu bæklings auglýst svæðið undir olíuhreinsistöð og umskipunarhöfn fyrir Norðurslóðasiglingar, og boðið upp á alþjóðaflugvöll og þyrlumiðstöð á Þórshöfn. Þegar ráðamenn Langanesbyggðar ætluðu að sníða skipulagið betur að þessum áformum rákust þeir hins vegar á hindranir, sem voru mishrifnir landeigendur, og gerði Skipulagsstofnun sveitarfélagið ítrekað afturreka með skipulagsstillögur. Nú er komin niðurstaða, sem felur það í sér að jarðir í byggð verða ekki teknar undir iðnaðarlóðir, og hætt er við áform um þyrlumiðstöð og stækkun Þórshafnarflugvallar vegna andstöðu landeiganda. Skipulagsstofnun hefur samþykkt aðalskipulagið og frá því um miðjan febrúar hefur það beðið staðfestingar umhverfisráðherra. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur fallist á aðalskipulag Langanesbyggðar sem gerir ráð fyrir risahöfn í Finnafirði og lóðum undir olíu- og gasiðnað og bíður það nú staðfestingar umhverfisráðherra. Sveitarstjórnarmenn á Norðausturlandi hafa lengi horft til þeirra tækifæra sem siglingar yfir Norðurheimskautið og olíuleit gætu skapað og komu stórskipahöfn í Gunnólfsvík við Langanes inn á aðalskipulag fyrir átta árum. Þáverandi iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, veitti þessum áformum stuðning sinn þegar hann hóf fyrsta olíuleitarútboð Íslendinga á Vopnafirði og Þórshöfn fyrir fjórum árum. Sem utanríkisráðherra hefur hann haldið áfram að beita sér í þessu skyni, síðast fyrir páska, þegar hann bauð olíumálaráðherra Noregs samstarf um þjónustumiðstöð á Íslandi. Sveitarfélögin Vopnafjörður og Langanesbyggð hafa með útgáfu bæklings auglýst svæðið undir olíuhreinsistöð og umskipunarhöfn fyrir Norðurslóðasiglingar, og boðið upp á alþjóðaflugvöll og þyrlumiðstöð á Þórshöfn. Þegar ráðamenn Langanesbyggðar ætluðu að sníða skipulagið betur að þessum áformum rákust þeir hins vegar á hindranir, sem voru mishrifnir landeigendur, og gerði Skipulagsstofnun sveitarfélagið ítrekað afturreka með skipulagsstillögur. Nú er komin niðurstaða, sem felur það í sér að jarðir í byggð verða ekki teknar undir iðnaðarlóðir, og hætt er við áform um þyrlumiðstöð og stækkun Þórshafnarflugvallar vegna andstöðu landeiganda. Skipulagsstofnun hefur samþykkt aðalskipulagið og frá því um miðjan febrúar hefur það beðið staðfestingar umhverfisráðherra.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira