Lífið

Nolan skoðar sig um á Íslandi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Ísland er vinsælt hjá leikstjórum vísindaskáldsögumynda um þessar mundir.
Ísland er vinsælt hjá leikstjórum vísindaskáldsögumynda um þessar mundir. Mynd/Getty

Leikstjórinn Christopher Nolan var staddur hér á landi yfir páskana og skoðaði mögulega tökustaði fyrir kvikmyndina Interstellar.

Árni Björn Helgason, framkvæmdastjóri erlendrar framleiðslu hjá Saga Film, staðfesti veru leikstjórans á sínum vegum en vildi ekki tjá sig frekar í samtali við Fréttatímann í gær.

Lítist leikstjóranum á blikuna verður þetta önnur kvikmynd hans sem tekin er að hluta til hér á landi, en kvikmynd hans, Batman Begins, notfærði sér umhverfið við rætur Vatnajökuls í nokkrum atriðum.

Interstellar er vísindaskáldsaga sem Jonathan Nolan (bróðir Christophers) skrifar, en aðalhlutverkið verður í höndum Matthew McConaughey og er áætluð frumsýning myndarinnar 7. nóvember 2014.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.