Yfir 80% vilja taka málið upp aftur Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. apríl 2013 18:30 Langflestir landsmenn eru þeirrar skoðunnar að taka eigi Guðmundar- og Geirfinnsmál upp að nýju fyrir íslenskum dómstólum. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Sonur Sævars Ciecelskis segir niðurstöðuna bera vott um að sleggjudómar síðustu ára séu á undanhaldi. Könnunin var framkvæmd í lok síðustu viku og var spurt, Finnst þér að taka ætti upp Guðmundar- og Geirfinnsmálið á ný fyrir íslenskum dómstólum?, en í lok marsmánaðar skilaði starfshópur á vegum ríkisins af sér viðamikilli skýrslu þar sem eindregið er mælst til þess að yfirvöld taki málin upp að nýju. Stærstur hluti almennings virðist sammála nefndarmönnum ef marka má niðurstöður könnunarinnar. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 81% já og 19% nei. Enginn munur var á afstöðu eftir búsetu fólks en yngra fólk var aðeins hlynntara endurupptöku. 84% átján til fjörtíu og níu ára svöruðu játandi en 78% fimmtíu ára og eldri. Ekki var heldur afgerandi munur eftir pólitískri afstöðu. Fólk í flestum flokkum var mjög hlynnt upptöku, en minnstur stuðningur var hjá sjálfstæðismönnum, 64% þeirra svöruðu játandi á meðan afstaða fólks sem kaus aðra flokka var frá 80% til 100%. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um endurupptöku málsins. Í samtali við fréttastofu segir hún talsverða vinnu vera framundan við að yfirfara gögn til þess að unnt sé að taka upplýsta ákörðun í málinu. Hafþór Sævarsson er sonur Sævars Ciecielskis, sem á sínum tíma var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að málinu. Sævar barðist lengi fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju en því var endanlega hafnað árið 1996. „Ég fagna því og ég er mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem við höfum fundið fyrir. Ég held að sleggjudómar síðustu ára séu svolítið að fjara út og skýrsla starfshópsins er liður í því, myndin er að verða skýrari," segir hann. Sævar faðir Hafþórs er látinn og sama er að segja um annan sakborning í málinu, Tryggva Rúnar Leifsson. Samkvæmt núgildandi lögum verða þeirra mál ekki tekin upp að nýju, nema lagabreyting komi til. Hafþór vonast til að ráðist verði í slíka breytingu. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Langflestir landsmenn eru þeirrar skoðunnar að taka eigi Guðmundar- og Geirfinnsmál upp að nýju fyrir íslenskum dómstólum. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Sonur Sævars Ciecelskis segir niðurstöðuna bera vott um að sleggjudómar síðustu ára séu á undanhaldi. Könnunin var framkvæmd í lok síðustu viku og var spurt, Finnst þér að taka ætti upp Guðmundar- og Geirfinnsmálið á ný fyrir íslenskum dómstólum?, en í lok marsmánaðar skilaði starfshópur á vegum ríkisins af sér viðamikilli skýrslu þar sem eindregið er mælst til þess að yfirvöld taki málin upp að nýju. Stærstur hluti almennings virðist sammála nefndarmönnum ef marka má niðurstöður könnunarinnar. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 81% já og 19% nei. Enginn munur var á afstöðu eftir búsetu fólks en yngra fólk var aðeins hlynntara endurupptöku. 84% átján til fjörtíu og níu ára svöruðu játandi en 78% fimmtíu ára og eldri. Ekki var heldur afgerandi munur eftir pólitískri afstöðu. Fólk í flestum flokkum var mjög hlynnt upptöku, en minnstur stuðningur var hjá sjálfstæðismönnum, 64% þeirra svöruðu játandi á meðan afstaða fólks sem kaus aðra flokka var frá 80% til 100%. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um endurupptöku málsins. Í samtali við fréttastofu segir hún talsverða vinnu vera framundan við að yfirfara gögn til þess að unnt sé að taka upplýsta ákörðun í málinu. Hafþór Sævarsson er sonur Sævars Ciecielskis, sem á sínum tíma var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að málinu. Sævar barðist lengi fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju en því var endanlega hafnað árið 1996. „Ég fagna því og ég er mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem við höfum fundið fyrir. Ég held að sleggjudómar síðustu ára séu svolítið að fjara út og skýrsla starfshópsins er liður í því, myndin er að verða skýrari," segir hann. Sævar faðir Hafþórs er látinn og sama er að segja um annan sakborning í málinu, Tryggva Rúnar Leifsson. Samkvæmt núgildandi lögum verða þeirra mál ekki tekin upp að nýju, nema lagabreyting komi til. Hafþór vonast til að ráðist verði í slíka breytingu.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira