Yfir 80% vilja taka málið upp aftur Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. apríl 2013 18:30 Langflestir landsmenn eru þeirrar skoðunnar að taka eigi Guðmundar- og Geirfinnsmál upp að nýju fyrir íslenskum dómstólum. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Sonur Sævars Ciecelskis segir niðurstöðuna bera vott um að sleggjudómar síðustu ára séu á undanhaldi. Könnunin var framkvæmd í lok síðustu viku og var spurt, Finnst þér að taka ætti upp Guðmundar- og Geirfinnsmálið á ný fyrir íslenskum dómstólum?, en í lok marsmánaðar skilaði starfshópur á vegum ríkisins af sér viðamikilli skýrslu þar sem eindregið er mælst til þess að yfirvöld taki málin upp að nýju. Stærstur hluti almennings virðist sammála nefndarmönnum ef marka má niðurstöður könnunarinnar. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 81% já og 19% nei. Enginn munur var á afstöðu eftir búsetu fólks en yngra fólk var aðeins hlynntara endurupptöku. 84% átján til fjörtíu og níu ára svöruðu játandi en 78% fimmtíu ára og eldri. Ekki var heldur afgerandi munur eftir pólitískri afstöðu. Fólk í flestum flokkum var mjög hlynnt upptöku, en minnstur stuðningur var hjá sjálfstæðismönnum, 64% þeirra svöruðu játandi á meðan afstaða fólks sem kaus aðra flokka var frá 80% til 100%. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um endurupptöku málsins. Í samtali við fréttastofu segir hún talsverða vinnu vera framundan við að yfirfara gögn til þess að unnt sé að taka upplýsta ákörðun í málinu. Hafþór Sævarsson er sonur Sævars Ciecielskis, sem á sínum tíma var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að málinu. Sævar barðist lengi fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju en því var endanlega hafnað árið 1996. „Ég fagna því og ég er mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem við höfum fundið fyrir. Ég held að sleggjudómar síðustu ára séu svolítið að fjara út og skýrsla starfshópsins er liður í því, myndin er að verða skýrari," segir hann. Sævar faðir Hafþórs er látinn og sama er að segja um annan sakborning í málinu, Tryggva Rúnar Leifsson. Samkvæmt núgildandi lögum verða þeirra mál ekki tekin upp að nýju, nema lagabreyting komi til. Hafþór vonast til að ráðist verði í slíka breytingu. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Langflestir landsmenn eru þeirrar skoðunnar að taka eigi Guðmundar- og Geirfinnsmál upp að nýju fyrir íslenskum dómstólum. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Sonur Sævars Ciecelskis segir niðurstöðuna bera vott um að sleggjudómar síðustu ára séu á undanhaldi. Könnunin var framkvæmd í lok síðustu viku og var spurt, Finnst þér að taka ætti upp Guðmundar- og Geirfinnsmálið á ný fyrir íslenskum dómstólum?, en í lok marsmánaðar skilaði starfshópur á vegum ríkisins af sér viðamikilli skýrslu þar sem eindregið er mælst til þess að yfirvöld taki málin upp að nýju. Stærstur hluti almennings virðist sammála nefndarmönnum ef marka má niðurstöður könnunarinnar. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 81% já og 19% nei. Enginn munur var á afstöðu eftir búsetu fólks en yngra fólk var aðeins hlynntara endurupptöku. 84% átján til fjörtíu og níu ára svöruðu játandi en 78% fimmtíu ára og eldri. Ekki var heldur afgerandi munur eftir pólitískri afstöðu. Fólk í flestum flokkum var mjög hlynnt upptöku, en minnstur stuðningur var hjá sjálfstæðismönnum, 64% þeirra svöruðu játandi á meðan afstaða fólks sem kaus aðra flokka var frá 80% til 100%. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um endurupptöku málsins. Í samtali við fréttastofu segir hún talsverða vinnu vera framundan við að yfirfara gögn til þess að unnt sé að taka upplýsta ákörðun í málinu. Hafþór Sævarsson er sonur Sævars Ciecielskis, sem á sínum tíma var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að málinu. Sævar barðist lengi fyrir því að málið yrði tekið upp að nýju en því var endanlega hafnað árið 1996. „Ég fagna því og ég er mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem við höfum fundið fyrir. Ég held að sleggjudómar síðustu ára séu svolítið að fjara út og skýrsla starfshópsins er liður í því, myndin er að verða skýrari," segir hann. Sævar faðir Hafþórs er látinn og sama er að segja um annan sakborning í málinu, Tryggva Rúnar Leifsson. Samkvæmt núgildandi lögum verða þeirra mál ekki tekin upp að nýju, nema lagabreyting komi til. Hafþór vonast til að ráðist verði í slíka breytingu.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira