Fimmtugir á Everest Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. mars 2013 11:39 Everest verður fyrsta stóra fjallið sem Guðmundur og Ingólfur klífa saman. Á laugardag halda fjallgöngumennirnir Guðmundur St. Maríusson og Ingólfur Geir Gissurarson til Nepal, þar sem þeir hyggjast klífa Everestfjall, hæsta fjall jarðar. Guðmundur og Ingólfur eru báðir fimmtugir og ef þeim tekst ætlunarverk sitt verða þeir elstu Íslendingar sem klifið hafa fjallið. Aðeins fjórir Íslendingar hafa komist á tindinn, en fyrstir voru Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon árið 1997. Haraldur Örn Ólafsson komst svo á tindinn árið 2002. „Við Ingólfur kynntumst í gegn um félaga minn sem fór með mér á Aconcagua árið 2008," segir Guðmundur, en Everest verður fyrsta stóra fjallið sem Guðmundur og Ingólfur klífa saman. Hvor í sínu lagi hafa þeir komist á tinda Kilimanjaro, Elbrus, Aconcagua auk nokkurra lægri tinda í Perú og Ölpunum. „Ég seldi honum þá hugmynd að við færum saman á Cho Oyu, sem er sjötta hæsta fjall í heimi, og sú ferð átti að vera farin í ágúst á síðasta ári. Við vorum búnir að æfa okkur í eitt ár fyrir ferðina, en það þarf að labba norðanmegin í gegnum Tíbet til að komast á fjallið. En Kínverjar höfðu lokað landamærunum og því var hætt við leiðangurinn. Þá kom sú hugmynd upp að skipta um fjall og setja stefnuna á Everest, og því er undirbúningurinn fyrir þessa fjallaferð búinn að standa yfir í eitt og hálft ár, en með breytingu á fjalli fyrir hálfu ári síðan."Hið ógurlega Everestfjall er 8848 metra hátt.Guðmundur viðurkennir að upplifa bæði spennu og ótta við að klífa þetta heimsfræga fjall, en mörgum hefur mistekist í gegnum tíðina að komast á tindinn. „Það er samt eiginlega nauðsynlegt svo að menn fari nógu varlega. Á svona háu fjalli verður þú alltaf að bera virðingu fyrir fjöllunum og veðrinu, og það er ekkert gefið. Alveg sama hvað þú undirbýrð þig vel, líkamlega og andlega, þá munu ytri aðstæður stjórna miklu." Guðmundur og Ingólfur ætla að halda blaðamannafund í verslun Fjallakofans kl. 17 í dag, en Fjallakofinn er styrktaraðili ferðarinnar. Á fundinum munu þeir kynna leiðangurinn og þann búnað sem þeir munu nota. Einnig munu þeir sýna ljósmyndir og myndbönd úr fyrri ferðum og eru allir velkomnir á fundinn. Vefsíða leiðangursins opnar á miðvikudag og verður á vefslóðinni www.everest2013.is Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Á laugardag halda fjallgöngumennirnir Guðmundur St. Maríusson og Ingólfur Geir Gissurarson til Nepal, þar sem þeir hyggjast klífa Everestfjall, hæsta fjall jarðar. Guðmundur og Ingólfur eru báðir fimmtugir og ef þeim tekst ætlunarverk sitt verða þeir elstu Íslendingar sem klifið hafa fjallið. Aðeins fjórir Íslendingar hafa komist á tindinn, en fyrstir voru Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon árið 1997. Haraldur Örn Ólafsson komst svo á tindinn árið 2002. „Við Ingólfur kynntumst í gegn um félaga minn sem fór með mér á Aconcagua árið 2008," segir Guðmundur, en Everest verður fyrsta stóra fjallið sem Guðmundur og Ingólfur klífa saman. Hvor í sínu lagi hafa þeir komist á tinda Kilimanjaro, Elbrus, Aconcagua auk nokkurra lægri tinda í Perú og Ölpunum. „Ég seldi honum þá hugmynd að við færum saman á Cho Oyu, sem er sjötta hæsta fjall í heimi, og sú ferð átti að vera farin í ágúst á síðasta ári. Við vorum búnir að æfa okkur í eitt ár fyrir ferðina, en það þarf að labba norðanmegin í gegnum Tíbet til að komast á fjallið. En Kínverjar höfðu lokað landamærunum og því var hætt við leiðangurinn. Þá kom sú hugmynd upp að skipta um fjall og setja stefnuna á Everest, og því er undirbúningurinn fyrir þessa fjallaferð búinn að standa yfir í eitt og hálft ár, en með breytingu á fjalli fyrir hálfu ári síðan."Hið ógurlega Everestfjall er 8848 metra hátt.Guðmundur viðurkennir að upplifa bæði spennu og ótta við að klífa þetta heimsfræga fjall, en mörgum hefur mistekist í gegnum tíðina að komast á tindinn. „Það er samt eiginlega nauðsynlegt svo að menn fari nógu varlega. Á svona háu fjalli verður þú alltaf að bera virðingu fyrir fjöllunum og veðrinu, og það er ekkert gefið. Alveg sama hvað þú undirbýrð þig vel, líkamlega og andlega, þá munu ytri aðstæður stjórna miklu." Guðmundur og Ingólfur ætla að halda blaðamannafund í verslun Fjallakofans kl. 17 í dag, en Fjallakofinn er styrktaraðili ferðarinnar. Á fundinum munu þeir kynna leiðangurinn og þann búnað sem þeir munu nota. Einnig munu þeir sýna ljósmyndir og myndbönd úr fyrri ferðum og eru allir velkomnir á fundinn. Vefsíða leiðangursins opnar á miðvikudag og verður á vefslóðinni www.everest2013.is
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira