Guðmundur Steingrímsson: Ekkert fast í hendi 1. mars 2013 10:30 Guðmundur Steingrímsson „Það er greinilega allt á fleygiferð," segir Guðmundur Steingrímsson, annar formaður Bjartrar Framtíðar sem lækkar allnokkuð í nýrri könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. Björt Framtíð hefur hingað til mælst með fylgi yfir 15 prósentum, og á tímabili mældist flokkurinn með nær 20 prósent fylgi í könnunum. Nú aftur á móti er staðan önnur. Flokkurinn hrapar bókstaflega niður í 8,7 prósent. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að flokkurinn er enn stærsta nýja framboðið og verði niðurstaðan í kosningum eins og könnunin í dag þá næði flokkurinn 6 þingmönnum. Guðmundur segir fylgi flokka á fleygiferð, „og það er ljóst að það er ekkert fast í hendi," bætir hann við. Hann bendir á að óákveðnir eru margir, eða um 42 prósent svarenda könnunarinnar. „Þannig að flokkur óákveðinna er stærsti flokkurinn," segir Guðmundur. Hann segir enn mikinn tíma til stefnu, „nú stendur upp á okkur, eins og með aðra flokka, að skýra fyrir hvað við stöndum fyrir." Spurður hvort Björt framtíð sé að gjalda fyrir mikla áherslu á aðildarviðræður og inngöngu inn í Evrópusambandið, en minni áherslu á skuldavanda heimilanna - eins og virðist ætla að verða línan hjá öðrum flokkum - svarar Guðmundur því til að eina raunhæfa lausnin til þess að bæta skuldastöðu heimilanna sé að koma á stöðugri gjaldmiðli. „Það kemur fljótlega í ljós þegar maður reiknar sig í gegnum allar þessar tillögur um að bæta skuldastöðu heimilanna að þar sé verið að færa fjármagn á milli hópa og lánin eru alltaf jafn dýr," segir Guðmundur. Spurður hvað taki nú við svarar Guðmundur: „Við erum bjartsýn. Nú er bara að keyra þetta upp og sýna úr hverju við erum gerð." Tengdar fréttir Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist minni í kjölfar landsfundar en í lok janúar. Framsóknarflokkurinn þarf lítið að bæta sig til að verða stærsti flokkurinn. Fylgi Bjartrar framtíðar hrynur milli skoðanakannana. Vinstri græn virðast heldur vera að ná vopnum sínum. 1. mars 2013 06:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
„Það er greinilega allt á fleygiferð," segir Guðmundur Steingrímsson, annar formaður Bjartrar Framtíðar sem lækkar allnokkuð í nýrri könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. Björt Framtíð hefur hingað til mælst með fylgi yfir 15 prósentum, og á tímabili mældist flokkurinn með nær 20 prósent fylgi í könnunum. Nú aftur á móti er staðan önnur. Flokkurinn hrapar bókstaflega niður í 8,7 prósent. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að flokkurinn er enn stærsta nýja framboðið og verði niðurstaðan í kosningum eins og könnunin í dag þá næði flokkurinn 6 þingmönnum. Guðmundur segir fylgi flokka á fleygiferð, „og það er ljóst að það er ekkert fast í hendi," bætir hann við. Hann bendir á að óákveðnir eru margir, eða um 42 prósent svarenda könnunarinnar. „Þannig að flokkur óákveðinna er stærsti flokkurinn," segir Guðmundur. Hann segir enn mikinn tíma til stefnu, „nú stendur upp á okkur, eins og með aðra flokka, að skýra fyrir hvað við stöndum fyrir." Spurður hvort Björt framtíð sé að gjalda fyrir mikla áherslu á aðildarviðræður og inngöngu inn í Evrópusambandið, en minni áherslu á skuldavanda heimilanna - eins og virðist ætla að verða línan hjá öðrum flokkum - svarar Guðmundur því til að eina raunhæfa lausnin til þess að bæta skuldastöðu heimilanna sé að koma á stöðugri gjaldmiðli. „Það kemur fljótlega í ljós þegar maður reiknar sig í gegnum allar þessar tillögur um að bæta skuldastöðu heimilanna að þar sé verið að færa fjármagn á milli hópa og lánin eru alltaf jafn dýr," segir Guðmundur. Spurður hvað taki nú við svarar Guðmundur: „Við erum bjartsýn. Nú er bara að keyra þetta upp og sýna úr hverju við erum gerð."
Tengdar fréttir Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist minni í kjölfar landsfundar en í lok janúar. Framsóknarflokkurinn þarf lítið að bæta sig til að verða stærsti flokkurinn. Fylgi Bjartrar framtíðar hrynur milli skoðanakannana. Vinstri græn virðast heldur vera að ná vopnum sínum. 1. mars 2013 06:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist minni í kjölfar landsfundar en í lok janúar. Framsóknarflokkurinn þarf lítið að bæta sig til að verða stærsti flokkurinn. Fylgi Bjartrar framtíðar hrynur milli skoðanakannana. Vinstri græn virðast heldur vera að ná vopnum sínum. 1. mars 2013 06:00