Íslendingar á fremsta bekk þegar halastjarna skýst yfir himininn Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. mars 2013 14:56 Halastjarnan PANSTARRS mun gleðja augu jarðarbúa seinna í þessum mánuði. MYND/GETTY Halastjarnan PANSTARRS mun gleðja augu jarðarbúa seinna í þessum mánuði. Stjarnan verður sjáanleg berum augum frá norðurhveli jarðar og því má segja að Íslendingar séu fremsta bekk þegar fyrirbærið þýtur framhjá jörðinni. Sævar Helgi Bragason, hjá Stjörnufræðivefnum og formaður formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir atburðinn vera nokkuð merkilegan enda var það síðast árið 2007 sem Íslendingar sáu síðast slíkt fyrirbæri. „PANSTARRS verður næst sólinni þann 12. mars. Í kjölfarið mun hún dofna nokkuð en ætti að haldast sjáanleg út mánuðinn," segir Sævar Helgi og ítrekar að um nokkuð magnað sjónarspil verði að ræða. „Fyrst um sinn verður hún sjáanleg í ljósaskiptunum. Síðan mun hún hækka nokkuð á himni og verður í kjölfarið áberandi fram eftir nóttu."Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness mun bjóða fólki að fylgjast með PANSTARRS í Valhúsaskóla.MYND/GETTYEkki er þörf á sjónauka til að sjá PANSTARRS. Engu að síður er nauðsynlegt fyrir forvitna stjörnuáhugamenn að koma sér fyrir á góðum stað þar sem ekkert byrgir sín, enda verður halastjarnan lágt á himni í fyrstu. „Það er um að gera fyrir fólk að horfa í vesturátt við sólsetur," segir Sævar Helgi. „Þetta verður afar fallegt. Slíkir atburðir hafa ávallt vakið mikla athygli enda er hali stjörnunnar bjartur." Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness mun bjóða fólki að fylgjast með PANSTARRS í Valhúsaskóla en þar er fyrirtaks útsýni í vestur. En þó svo að koma PANSTARRS sé að mörgu leyti söguleg stund er hún aðeins upphitun fyrir glæsilegt fyrirbæri sem mun sjást á himni seinna á þessu ári. Í nóvember mun hjalastjarnan mikla ISON skjótast framhjá Jörðinni en miklar vonir eru bundnar við komu hennar. Rætist spár stjörnufræðinga gæti ISON orði fegursta stjarna sem prýtt hefur himininn um árabil. Hægt er að nálgast ítarlegar upplýsingar um PANSTARRS, ISON og halastjörnur almennt á Stjörnufræðivefnum. Hér fyrir neðan er síðan hægt að nálgast Sjónaukann en þar fer Sævar Helgi og fleiri yfir það helsta sem á sér stað í geimnum í mars. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Sjá meira
Halastjarnan PANSTARRS mun gleðja augu jarðarbúa seinna í þessum mánuði. Stjarnan verður sjáanleg berum augum frá norðurhveli jarðar og því má segja að Íslendingar séu fremsta bekk þegar fyrirbærið þýtur framhjá jörðinni. Sævar Helgi Bragason, hjá Stjörnufræðivefnum og formaður formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir atburðinn vera nokkuð merkilegan enda var það síðast árið 2007 sem Íslendingar sáu síðast slíkt fyrirbæri. „PANSTARRS verður næst sólinni þann 12. mars. Í kjölfarið mun hún dofna nokkuð en ætti að haldast sjáanleg út mánuðinn," segir Sævar Helgi og ítrekar að um nokkuð magnað sjónarspil verði að ræða. „Fyrst um sinn verður hún sjáanleg í ljósaskiptunum. Síðan mun hún hækka nokkuð á himni og verður í kjölfarið áberandi fram eftir nóttu."Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness mun bjóða fólki að fylgjast með PANSTARRS í Valhúsaskóla.MYND/GETTYEkki er þörf á sjónauka til að sjá PANSTARRS. Engu að síður er nauðsynlegt fyrir forvitna stjörnuáhugamenn að koma sér fyrir á góðum stað þar sem ekkert byrgir sín, enda verður halastjarnan lágt á himni í fyrstu. „Það er um að gera fyrir fólk að horfa í vesturátt við sólsetur," segir Sævar Helgi. „Þetta verður afar fallegt. Slíkir atburðir hafa ávallt vakið mikla athygli enda er hali stjörnunnar bjartur." Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness mun bjóða fólki að fylgjast með PANSTARRS í Valhúsaskóla en þar er fyrirtaks útsýni í vestur. En þó svo að koma PANSTARRS sé að mörgu leyti söguleg stund er hún aðeins upphitun fyrir glæsilegt fyrirbæri sem mun sjást á himni seinna á þessu ári. Í nóvember mun hjalastjarnan mikla ISON skjótast framhjá Jörðinni en miklar vonir eru bundnar við komu hennar. Rætist spár stjörnufræðinga gæti ISON orði fegursta stjarna sem prýtt hefur himininn um árabil. Hægt er að nálgast ítarlegar upplýsingar um PANSTARRS, ISON og halastjörnur almennt á Stjörnufræðivefnum. Hér fyrir neðan er síðan hægt að nálgast Sjónaukann en þar fer Sævar Helgi og fleiri yfir það helsta sem á sér stað í geimnum í mars.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Sjá meira