Barcelona sigraði botnlið Deportivo La Coruna 2-0 í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lionel Messi skoraði þó hann byrjaði á bekknum. Barcelona var 1-0 yfir í hálfleik.
Dani Alves lagði upp fyrra mark Barcelona sem Alexis Sanchez skoraði á 38. mínútu.
Lionel Messi lék síðustu 28 mínútur leiksins og það dugði honum til að gera út um leikinn þegar tvær mínútur voru til leiksloka.
Barcelona náði þar með 14 stiga forskoti á Atletico Madrid og 16 stiga forystu á Real Madrid bæði liðin frá Madríd eiga leik á morgun.
Barcelona sigraði botnliðið
