Kókdrykkja tengd dauðsfalli þrítugrar konu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2013 15:52 Nordicphotos/AFP Mikil drykkja Coca-cola var stór þáttur í dauða þrítugrar konu á Nýja-Sjálandi. Þetta hefur fréttavefurinn BBC eftir dánardómstjóra. Natasha Harris, sem lést fyrir þremur árum af völdum hjartaáfalls, drakk allt að tíu lítra af gosdrykknum á degi hverjum. Fór neyslan ellefufalt fram úr ráðlagðri hámarksneyslu á sykri og tvöfalt í tilfelli koffíns. Forsvarsmenn Coca-cola höfðu haldið því fram að ekki væri hægt að tengja neyslu vöru þeirra við dauðsfall konunnar. Harris, sem var átta barna móðir og bjó í borginni Invercargill á suðureyju landsins, hafði átt við veikindi að stríða í lengri tíma. Fjölskylda hennar sagði að hún hefði orðið háð neyslu gosdrykkjarins og fengi fráhvarfseinkenni, titraði öll, ef hún neytti hans ekki.Coca-Cola skilti í San Francisco á vesturströnd Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPDánardómstjórinn David Crerar telur að neysla drykkjarins hafi haft mikið að segja um dauðsfall Harris. „Ég tel, miðað við þau sönnunargögn sem eru fyrir hendi, að væri ekki fyrir gríðarlega mikla neyslu Natöshu Harris á kóki sé ólíklegt að hún hefði látið lífið á þeim tímapunkti sem hún dó og á þann hátt," segir í niðurstöðu Crerar. Útreikningar Crerar gáfu þá niðurstöðu að í 10 lítrum af gosdrykknuum væri meira en 1 kg af sykri og 970 mg af koffíni að því er BBC hefur eftir sjónvarpsstöðinni TVNZ. Crerar bætti þó einnig við að gosdrykkjaframleiðandinn gæti ekki borið ábyrgð á ofneyslu fólks á vörum þess. Hann sendi þó skilaboð til gosdrykkjaframleiðanda um að merkja á skýrari máta áhættuna sem fylgi mikilli neyslu sykurs og koffíns. Hann benti einnig á að fjölskylda Harris hefði mátt vita í hvað stefndi. „Sú staðreynd að draga þurfti tennurnar úr henni nokkrum árum fyrir lát hennar af völdum kókdrykkju að því er fjölskylda hennar taldi að viðbættri þeirri staðreynda að eitt barna hennar fæddist án glerungs á tönnum sínum hefðu átt að vera næg viðvörunarmerki fyrir fjölskyldu hennar og hana."Frétt BBC. Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira
Mikil drykkja Coca-cola var stór þáttur í dauða þrítugrar konu á Nýja-Sjálandi. Þetta hefur fréttavefurinn BBC eftir dánardómstjóra. Natasha Harris, sem lést fyrir þremur árum af völdum hjartaáfalls, drakk allt að tíu lítra af gosdrykknum á degi hverjum. Fór neyslan ellefufalt fram úr ráðlagðri hámarksneyslu á sykri og tvöfalt í tilfelli koffíns. Forsvarsmenn Coca-cola höfðu haldið því fram að ekki væri hægt að tengja neyslu vöru þeirra við dauðsfall konunnar. Harris, sem var átta barna móðir og bjó í borginni Invercargill á suðureyju landsins, hafði átt við veikindi að stríða í lengri tíma. Fjölskylda hennar sagði að hún hefði orðið háð neyslu gosdrykkjarins og fengi fráhvarfseinkenni, titraði öll, ef hún neytti hans ekki.Coca-Cola skilti í San Francisco á vesturströnd Bandaríkjanna.Nordicphotos/AFPDánardómstjórinn David Crerar telur að neysla drykkjarins hafi haft mikið að segja um dauðsfall Harris. „Ég tel, miðað við þau sönnunargögn sem eru fyrir hendi, að væri ekki fyrir gríðarlega mikla neyslu Natöshu Harris á kóki sé ólíklegt að hún hefði látið lífið á þeim tímapunkti sem hún dó og á þann hátt," segir í niðurstöðu Crerar. Útreikningar Crerar gáfu þá niðurstöðu að í 10 lítrum af gosdrykknuum væri meira en 1 kg af sykri og 970 mg af koffíni að því er BBC hefur eftir sjónvarpsstöðinni TVNZ. Crerar bætti þó einnig við að gosdrykkjaframleiðandinn gæti ekki borið ábyrgð á ofneyslu fólks á vörum þess. Hann sendi þó skilaboð til gosdrykkjaframleiðanda um að merkja á skýrari máta áhættuna sem fylgi mikilli neyslu sykurs og koffíns. Hann benti einnig á að fjölskylda Harris hefði mátt vita í hvað stefndi. „Sú staðreynd að draga þurfti tennurnar úr henni nokkrum árum fyrir lát hennar af völdum kókdrykkju að því er fjölskylda hennar taldi að viðbættri þeirri staðreynda að eitt barna hennar fæddist án glerungs á tönnum sínum hefðu átt að vera næg viðvörunarmerki fyrir fjölskyldu hennar og hana."Frétt BBC.
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira