Erlent

Umfangsmikar prófanir á kjöti framundan í ESB

Evrópusambandið hvetur öll aðildarríki þess til að standa fyrir umfangsmiklum prófunum á því hvort hrossakjöt er til staðar í matvælum sem sögð eru innihalda nautakjöt. Um þúsundir af prófunum yrði að ræða en þær eiga að hefjast þann 1. mars.

Þetta var niðurstaða fundar landbúnaðarráðherra þeirra ríkja innan Evrópusambandsins sem hrossakjötshneykslið hefur náð til og Tonio Borg heilbrigðisstjóra sambandsins.

Stöðugt bætist í hóp þeirra Evrópuþjóða þar sem hrossakjöt hefur fundist í matvælum sem sögð eru innihalda nautakjöt. Nú hafa Sviss og Noregur bæst í hópinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×