Erlent

Sextán ára gömul og snjallari en Einstein

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Lauren Marbe
Lauren Marbe
Hin sextán ára gamla Lauren Marbe, frá Essex í Bretlandi, er nýjasti meðlimur Mensa-samtakanna. Þar koma saman einstaklingar með afburðagreind en greindarvísitala Lauren mældist 161 á dögunum.

Þetta þýðir að þessa unga stúlka er með hærri greindarvísitölu en Albert Einstein, Bill Gates og Stephen Hawking.

Lauren á þó fátt sameiginlegt með þessum kollegum sínum í Mensa. Í samtali við breska fréttamiðilinn The Daily Mail sagðist Lauren stefna á að verða leikkona. Þá hefur hún sérstakt dálæti á brúnkumeðferðum, fara í hárgreiðslu og handsnyrtingu og versla föt.

Kennarar í Essex komu af fjöllum þegar niðurstöður úr greindarvísitöluprófi stúlkunnar lágu fyrir. Samkvæmt þeim er Lauren í agnarsmáum hópi einstaklinga sem teljast snillingar eða afburðagreindir. Aðeins eitt prósent mannkyns tilheyrir þessum hópi.

Hér fyrir neðan má sjá nokkra þekkta einstaklinga og greindarvísitölu þeirra.



Charles Dickens - 180

Charles Darwin - 165

Lauren Marbe - 161

Stephen Hawking - 160

Quentin Tarantino - 160

Bill Gates - 160

Sharon Stone - 154

Bill Clinton - 145

Shakira - 140

John F. Kennedy - 119

Andy Warhol - 86




Fleiri fréttir

Sjá meira


×