Innlent

Málið gegn starfsmönnum sérstaks saksóknara fellt niður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þeir Jón Óttar Ólafsson (tv) og Guðmundur Haukur Gunnarsson (th) voru starfsmenn sérstaks saksóknara. Á milli þeirra situr Hólmsteinn Gauti Sigurðsson saksóknari.
Þeir Jón Óttar Ólafsson (tv) og Guðmundur Haukur Gunnarsson (th) voru starfsmenn sérstaks saksóknara. Á milli þeirra situr Hólmsteinn Gauti Sigurðsson saksóknari.
Mál sem ríkissaksóknari hefur að undanförnu haft til rannsóknar á hendur Jóni Óttari Ólafssyni og Guðmundi Hauki Gunnarssyni, hefur verið fellt niður.

Mennirnir, sem voru starfsmenn sérstaks saksóknara, voru grunaðir um að hafa selt upplýsingar sem þeir öfluðu í starfi hjá sérstökum saksóknara til þrotabús Milestone. Mennirnir unnu rannsóknarvinnu fyrir þrotabúið í gegnum fyrirtæki sitt, Pars per Pars eftir að þeir létu af störfum hjá sérstökum saksóknara.

Sérstakur saksóknari kærði málið til Ríkissaksóknara vegna mögulegs brots á þagnarskylduákvæði. Ríkissaksóknari hefur nú verið með málið til rannsóknar um mánaðaskeið. Hulda María Stefánsdóttir, saksóknari hjá Ríkissaksóknara, sendi mönnunum tveimur svo tilkynningu í morgun þar sem hún greindi þeim frá því að málið hefði verið fellt niður. Hún staðfestir þetta í samtali við Vísi og segir ástæðuna vera þá að málið hafi ekki þótt líklegt til sakfellis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×