Fótbolti

Eiður mætti ekki sínum gömlu félögum - Leiknum frestað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd / AFP
Eiður Smári Guðjohnsen fékk ekki tækifæri til að mæta sínum gömlu félögunum í Cercle Brugge í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu fyrr í dag en leik Club Brugge og Cercle Brugge var frestað vegna snjókomu.

Eiður Smári gekk á dögunum í raðir Club Brugge sem er í toppbaráttunni í Belgíu en Cercle Brugge berst aftur á móti fyrir sæti sínu í deildinni.

Dómari leiksins ákvað rétt uppúr hádegi í dag að fresta skyldi leiknum og fékk Eiður ekki að mæta sínum fyrrum félögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×