Fótbolti

Eiður Smári mætir ekki gömlu félögunum fyrr en 28. febrúar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það varð ekkert að því að Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði ferill sinn með Club Brugge á móti gömlu félögunum í Cercle Brugge um helgina því derby-leik félaganna sem átti að fara fram í gær var frestað vegna snjókomu.

Nú hefur verið ákveðið að leikur Cercle Brugge og Club Brugge fari ekki fram fyrr en 28. febrúar næstkomandi. Fyrsti leikur Eiðs Smára með Club Brugge verður því væntanlega á heimavelli á móti Gent á næsta sunnudag.

Eiður Smári hefur því tækifæri til að spila fimm deildarleiki með Club Brugge áður en hann heimsækir sína gömlu félaga í Cercle.

Eiður Smári stóð sig frábærlega með Cercle Brugge og skoraði 7 mörk í 15 deildar- og bikarleikjum þar á meðal sigurmarkið í bikarleik á móti Club Brugge.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×