Erlent

Með stærstu mjaðmir í heimi

Boði Logason skrifar
Mikel Ruffinelli, þrjátíu og níu ára gömul kona frá Los Angeles í Bandaríkjunum, er líklega með stærstu mjaðmir í heimi en ummál þeirra eru 244 sentimetrar. Mjaðmir hennar stækkuðu mikið eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn, tuttugu og tveggja ára en fram að því var hún mikill íþróttamaður og í góðu formi.

„Sumir halda því fram að ég hafi verið í lýtaaðgerð en það er ekki rétt - þetta er allt eðlilegt. Það má eflaust rekja þetta til þess að ég á fjögur börn en svo eru stórar mjaðmir líka í fjölskyldunni minni," segir hún.

Ruffinelli stefnir ekki á að grenna sig þrátt fyrir að mjaðmirnar stóru hafi töluverð áhrif á líf hennar. „Ef ég fer í flugvél þá þarf ég að kaupa tvö sæti, því ég passa ekki í eitt sæti - það getur verið ansi dýrt. Ég þarf að fara á hlið í gegnum dyr og ég get ekki lokað sturtuklefanum heima."

Eiginmaður hennar, Reggie Brooks, segist dýrka hana. „Ég elska vaxtarlag hennar en það var persónuleiki hennar sem heillaði mig upp úr skónum. Hún hefur þægilega nærveru. Og þegar menn móðga hana úti á götu þegar ég er með henni, þá endar það yfirleitt ekki vel. Ég verð að sýna þeim hver er húsbóndinn," segir hann.

Myndband af Mikel Ruffinelli má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×