Fótbolti

Platini: Hagræðing úrslita gæti drepið fótboltann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michel Platini með Mario Balotelli.
Michel Platini með Mario Balotelli. Mynd/Nordic Photos/Getty
Michel Platini, formaður Knattspyrnusambands Evrópu, telur hagræðingu úrslita vera mesta vandamálið í fótboltanum en ekki kynþáttafordómar. Hann hrósar samt Kevin-Prince Boateng hjá AC Milan fyrir að labba út af vellinum í æfingaleik á dögunum eftir að hafa orðið fórnarlamb níðsöngva úr stúkunni.

„Kynþáttafordómar og ofbeldi hafa ekki aðeins áhrif á fótboltann heldur allan heiminn. Fótboltinn er á móti í beinu stríði við þá sem hagræða úrslitum í leikjum. Þar liggur stærsta skömm fótboltans," sagði Michel Platini í útvarpsviðtalið við RTL-stöðina í Frakklandi.

„Ef við vitum hver úrslitin verða í leik sem við ætlum að fara horfa á þá er fótboltinn dauður," sagði Michel Platini.

Platini hrósaði liði AC Milan fyrir að labba útaf vellinum eftir að leikmenn liðsins urðu fyrir kynþáttaníði úr stúkunni. „Það var yndislegt og ég var mjög hrifinn af því. Ég hringdi meira segja í AC Milan menn og óskaði þeim til hamingju með þetta," sagði Platini.

Platini vill ennfremur sjá nýja reglu í fótboltanum þar sem að leikurinn verði stöðvaður í eina mínútu þegar menn verða varir við kynþáttaformdóma. Haldi níðsöngvarnir áfram eftir að leikurinn fer í gang á ný verður tveggja mínútna hlé. Leikurinn verður síðan flautaður af haldi kynþáttafordómarnir áfram eftir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×