Erlent

Norður-Kórea eflir kjarnorkurannsóknir

MYND/AP
Norður-Kóreumenn hafa hótað að efla kjarnorkurannsóknir sínar og fjölga í herliði sínu eftir að Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna samþykkti hertar refsiaðgerðir gegn landinu.

Allir fulltrúar ráðsins samþykktu ályktunina en hún var tekin fyrir eftir að Norður-Kóreumönnum tókst að skjóta gervitungli á sporbraut um jörðu í desember síðastliðnum.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir háttsettum mönnum í Norður-Kóreu að ályktunin muni aðeins leiða til aukinnar áherslu á þróun kjarnavopna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×