Erlent

Allt að helmingur matvæla í heiminum endar á ruslahaugum

Allt að helmingur þeirra matvæla sem framleidd eru í heiminum eru ekki borðuð og enda á ruslahaugum.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá stofnunni IME í Bretlandi. Þar segir að ástæðurnar fyrir því að svo miklu af matvælum sé hent eru m.a. léleg geymsluaðstaða, ströng lög um síðasta söludag, magntilboð og kröfur neytenda. Þannig kemur fram að um 30% af grænmetisuppskeru Bretlands fari á haugana þar sem viðkomandi grænmeti líti ekki nægilega vel út.

Þar sem matvælaframleiðsla heimsins nemur um fjórum milljörðum tonna má áætla að hátt í tveir milljarðar tonna af mat endi á ruslahaugum.

Í skýrslunni segir að mestu af matvælum sé hent í Evrópuríkjum og Bandaríkjunum eða helmingi af því sem framleitt er.

Þá segir að fyrir utan þá sóun sem fellst í að henda öllum þessum matvælum sé verðmætu vatni einnig sóað við að framleiðslu þeirra. Í skýrslunni segir að þannig sé um 550 milljörðum tonna af vatni sóað árlega við að rækta matvæli sem enda á ruslahaugum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×