Erlent

Flensufaraldur herjar í öllum hverfum New York borgar

Borgaryfirvöld í New York hafa lýst því yfir að flensufaraldur herji nú í öllum hverfum borgarinnar. Jafnframt eru borgarbúar beðnir um að láta bólusetja sig gegn flensunni.

Í frétt CBS sjónvarpsstöðvarinnar um málið í gærkvöldi kom fram að um 5% af öllum komum á bráðadeildir borgarinnar frá áramótum hafi verið vegna flensu en skætt afbirgði af henni herjar í borginni.

Þá kemur fram að frá áramótum hafi 19.000 manns sýktst af flensunni. Til samanburðar voru þetta 4.000 manns á sama tíma í fyrra.

Andrew Cuomo ríkisstjóri New York ríkis segir að staðan sé alvarleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×