Erlent

Háhyrningarnir á Hudson flóa sluppu úr nauðum sínum

Háhyrningarnir sem voru fastir við vök á Hudson flóa eru sloppnir úr prísund sinni.

Vindáttin við flóann breyttist í nótt og þar með rak hafísinn frá ströndinni undan bænum Inukjuak og leið opnaðist fyrir háhyrningana til að synda á haf út.

Íbúar bæjarins urðu varir við vandræði háhyrningana á þriðjudag en þeir voru fastir í samfelldum hafís og höfðu aðeins eina litla vök til að anda um.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að bæjarstjórinn í Inukjuak hafi staðfest að háhyrningarnir, sem voru 12 talsins, séu horfnir á haf út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×