Erlent

Kyrkislanga á flugvél barðist fyrir lífi sínu í háloftunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einstakar myndir náðust af því þegar kyrkislanga festist undir vængi á þotu Qantas flugfélagsins í gær. Þar barðist hún fyrir lífi sínu í háloftunum í tæpa tvo klukkutíma á meðan þotan flaug á milli áströlsku bæjanna Cairns og Port Moresby.

Talsmaður Qantas sagði í samtali við fjölmiðla að farþegar hafi orðið varir við slönguna þegar vélin hafði verið í loftinu í um tíu mínútur. Kona sá hausinn á slöngunni og áhöfn vélarinnar fór þá að fylgjast með henni. Svo virtist vera sem snákurinn reyndi að berjast gegn vindinum og koma sér í betra skjól undir vængnum. Þetta var erfið barátta því að vindhraðinn var 400 kílómetrar á klukkustund og hitinn -12 gráður. Slangan var dauð þegar vélin lenti.

Ef þú smellir á hlekkinn hér að ofan geturðu séð kyrkislönguna berjast fyrir lífi sínu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×