Fótbolti

Sölvi með tvö tilboð frá Tyrklandi | Áhugi hjá Bolton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Danskir fjölmiðlar segja að landsliðsmaðurinn Sölvi Geir Ottesen sé víða eftirsóttur. Hann sé til að mynda með tilboð frá Tyrklandi.

Þetta kemur fram hjá danska vefmiðlinum bold.dk. Þar segir einnig að ensku B-deildarfélögin Middlesbrough og Bolton hafi sömuleiðis áhuga á miðverðinum sterka.

Sölvi er ekki í náðinni hjá þjálfara FCK í Danmörku og þar sem samningur hans rennur út í sumar er áhugi fyrir því að selja hann nú í janúar.

Kayserispor, lið Grétars Rafns Steinssonar, hefur gert tilboð í Sölva sem og Gaziantepspor.

Jacob Gregersen, umboðsmaður Sölva, segir mikinn áhuga á sínum skjólstæðingi.

„Boltinn er nú hjá FCK. Sölvi einbeitir sér nú að FCK og gerir það sem hann getur til að koma sér í byrjunarliðið. Annað er í höndum forráðamanna liðsins," sagði Gregersen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×