Fótbolti

Lagerbäck orðaður við skoska landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, virðist jákvæður gagnvart þeim möguleika að taka við skoska knattspyrnulandsliðinu.

Lagerbäck hefur verið orðaður við skoska starfið en Craig Levein hætti með liðið í nóvember síðastliðinn.

„Það væri gott starf," sagði Lagerbäck í samtali við BBC. „En ég er ekki viss um að íslenska knattspyrnusambandið myndi leyfa mér að fara. Ég er þar að auki algerlega einbeittur að því sem ég er að gera hér."

Lagerbäck er 64 ára gamall og á langan feril að baki sem landsliðsþjálfari Svía auk þess sem hann stýrði Nígeríu í úrslitakeppni HM 2010.

Ísland er með sex stig eftir fjóra leiki í E-riðli en Skotland með aðeins tvö stig í neðsta sæti A-riðils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×