Sýknaður af nauðgun því konan fór úr að ofan 14. janúar 2013 10:00 Karlmaður var sýknaður af nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness síðasta fimmtudag, meðal annars vegna þess að konan sem hann var ákærður fyrir að brjóta á, klæddi sig úr að ofan. Maðurinn kynntist konunni í gegnum einkamal.is og fóru samskipti þeirra síðar fram á msn-spjallforritinu og svo í gegnum Facebook. Þau ákváðu svo að hittast eitt kvöldið í mars árið 2011 og horfa á kvikmyndina Nýtt líf. Konan lýsir samskiptum sínum við manninn þannig að hún hefði unnið til miðnættis sama kvöld og þau ákveðið að hittast. Þau horfðu saman á myndina, og meðan á henni stóð, fór maðurinn að kyssa og snerta hana. Kona brást við með því að segja honum að hún væri þreytt og ekki viljað þetta. Það virti hann strax. Að myndinni lokinni fóru þau að sofa og lágu þétt saman. Hún sofnaði í um 10 mínútur, en varð svo vör við að maðurinn væri meðal annars að reyna að færa nærbuxur hennar frá og reyna hafa við hana samfarir. Konan var kvefuð og fékk hóstakast en hún segist hafa ýkt það til að komast frá, á klósettið. Þá kemur fram að hún hafi verið frekar svefndrukkin. Þar sendi hún systur sinni sms-skilaboð um að hún væri með strák og það væri eitthvað óeðlilegt í gangi. Konan fór svo farið aftur inn í herbergið og klæddi sig úr að ofan, samkvæmt dómsorði, en hún var í hlýrabol og brjóstahaldara. Hún var sérstaklega innt eftir þessu fyrir dómi, það er að segja hversvegna hún klæddi sig úr, en hún sagði að hún hefði afklætt sig vegna þess að hún væri mjög heitfeng og svæfi yfirleitt nakin. Því næst fór hún undir sængina, snéri baki í manninn og reyndi að sofna. Maðurinn túlkaði þetta sem samþykki við það sem hann hafði verið að gera, og byrjaði að reyna að hafa við hana samfarir. Konan segir að hún hefði frosið og ekki vitað hvað hún ætti að gera og legið í rúminu. Hún hefði svo stokkið fram, farið aftur á klósettið og sent systur sinni annað sms. Konan kvaðst hafa orðið reið. Hún fór aftur inn í herbergið, kveikti ljósið og sagði manninum „að drulla sér út". Verjandi mannsins fór fram á sýknu meðal annars vegna þess að konan klæddi sig úr að ofan eftir að maðurinn hafði reynt að hafa við hana samfarir í fyrra skiptið. Undir þetta tekur fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, en þar segir orðrétt í niðurstöðu dómsins: „Þegar horft er til þess að brotaþoli brást við kynferðislegum snertingum ákærða með því að fara fram á klósettið, klæða sig úr bolnum og brjóstahaldaranum og koma svo aftur upp í rúm á nærbuxunum einum klæða, hafði ákærði réttmæta ástæðu til að ætla að brotaþoli væri samþykk kynmökum." Maðurinn var því sýknaður af brotinu. Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Karlmaður var sýknaður af nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness síðasta fimmtudag, meðal annars vegna þess að konan sem hann var ákærður fyrir að brjóta á, klæddi sig úr að ofan. Maðurinn kynntist konunni í gegnum einkamal.is og fóru samskipti þeirra síðar fram á msn-spjallforritinu og svo í gegnum Facebook. Þau ákváðu svo að hittast eitt kvöldið í mars árið 2011 og horfa á kvikmyndina Nýtt líf. Konan lýsir samskiptum sínum við manninn þannig að hún hefði unnið til miðnættis sama kvöld og þau ákveðið að hittast. Þau horfðu saman á myndina, og meðan á henni stóð, fór maðurinn að kyssa og snerta hana. Kona brást við með því að segja honum að hún væri þreytt og ekki viljað þetta. Það virti hann strax. Að myndinni lokinni fóru þau að sofa og lágu þétt saman. Hún sofnaði í um 10 mínútur, en varð svo vör við að maðurinn væri meðal annars að reyna að færa nærbuxur hennar frá og reyna hafa við hana samfarir. Konan var kvefuð og fékk hóstakast en hún segist hafa ýkt það til að komast frá, á klósettið. Þá kemur fram að hún hafi verið frekar svefndrukkin. Þar sendi hún systur sinni sms-skilaboð um að hún væri með strák og það væri eitthvað óeðlilegt í gangi. Konan fór svo farið aftur inn í herbergið og klæddi sig úr að ofan, samkvæmt dómsorði, en hún var í hlýrabol og brjóstahaldara. Hún var sérstaklega innt eftir þessu fyrir dómi, það er að segja hversvegna hún klæddi sig úr, en hún sagði að hún hefði afklætt sig vegna þess að hún væri mjög heitfeng og svæfi yfirleitt nakin. Því næst fór hún undir sængina, snéri baki í manninn og reyndi að sofna. Maðurinn túlkaði þetta sem samþykki við það sem hann hafði verið að gera, og byrjaði að reyna að hafa við hana samfarir. Konan segir að hún hefði frosið og ekki vitað hvað hún ætti að gera og legið í rúminu. Hún hefði svo stokkið fram, farið aftur á klósettið og sent systur sinni annað sms. Konan kvaðst hafa orðið reið. Hún fór aftur inn í herbergið, kveikti ljósið og sagði manninum „að drulla sér út". Verjandi mannsins fór fram á sýknu meðal annars vegna þess að konan klæddi sig úr að ofan eftir að maðurinn hafði reynt að hafa við hana samfarir í fyrra skiptið. Undir þetta tekur fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, en þar segir orðrétt í niðurstöðu dómsins: „Þegar horft er til þess að brotaþoli brást við kynferðislegum snertingum ákærða með því að fara fram á klósettið, klæða sig úr bolnum og brjóstahaldaranum og koma svo aftur upp í rúm á nærbuxunum einum klæða, hafði ákærði réttmæta ástæðu til að ætla að brotaþoli væri samþykk kynmökum." Maðurinn var því sýknaður af brotinu.
Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira