Sýknaður af nauðgun því konan fór úr að ofan 14. janúar 2013 10:00 Karlmaður var sýknaður af nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness síðasta fimmtudag, meðal annars vegna þess að konan sem hann var ákærður fyrir að brjóta á, klæddi sig úr að ofan. Maðurinn kynntist konunni í gegnum einkamal.is og fóru samskipti þeirra síðar fram á msn-spjallforritinu og svo í gegnum Facebook. Þau ákváðu svo að hittast eitt kvöldið í mars árið 2011 og horfa á kvikmyndina Nýtt líf. Konan lýsir samskiptum sínum við manninn þannig að hún hefði unnið til miðnættis sama kvöld og þau ákveðið að hittast. Þau horfðu saman á myndina, og meðan á henni stóð, fór maðurinn að kyssa og snerta hana. Kona brást við með því að segja honum að hún væri þreytt og ekki viljað þetta. Það virti hann strax. Að myndinni lokinni fóru þau að sofa og lágu þétt saman. Hún sofnaði í um 10 mínútur, en varð svo vör við að maðurinn væri meðal annars að reyna að færa nærbuxur hennar frá og reyna hafa við hana samfarir. Konan var kvefuð og fékk hóstakast en hún segist hafa ýkt það til að komast frá, á klósettið. Þá kemur fram að hún hafi verið frekar svefndrukkin. Þar sendi hún systur sinni sms-skilaboð um að hún væri með strák og það væri eitthvað óeðlilegt í gangi. Konan fór svo farið aftur inn í herbergið og klæddi sig úr að ofan, samkvæmt dómsorði, en hún var í hlýrabol og brjóstahaldara. Hún var sérstaklega innt eftir þessu fyrir dómi, það er að segja hversvegna hún klæddi sig úr, en hún sagði að hún hefði afklætt sig vegna þess að hún væri mjög heitfeng og svæfi yfirleitt nakin. Því næst fór hún undir sængina, snéri baki í manninn og reyndi að sofna. Maðurinn túlkaði þetta sem samþykki við það sem hann hafði verið að gera, og byrjaði að reyna að hafa við hana samfarir. Konan segir að hún hefði frosið og ekki vitað hvað hún ætti að gera og legið í rúminu. Hún hefði svo stokkið fram, farið aftur á klósettið og sent systur sinni annað sms. Konan kvaðst hafa orðið reið. Hún fór aftur inn í herbergið, kveikti ljósið og sagði manninum „að drulla sér út". Verjandi mannsins fór fram á sýknu meðal annars vegna þess að konan klæddi sig úr að ofan eftir að maðurinn hafði reynt að hafa við hana samfarir í fyrra skiptið. Undir þetta tekur fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, en þar segir orðrétt í niðurstöðu dómsins: „Þegar horft er til þess að brotaþoli brást við kynferðislegum snertingum ákærða með því að fara fram á klósettið, klæða sig úr bolnum og brjóstahaldaranum og koma svo aftur upp í rúm á nærbuxunum einum klæða, hafði ákærði réttmæta ástæðu til að ætla að brotaþoli væri samþykk kynmökum." Maðurinn var því sýknaður af brotinu. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Karlmaður var sýknaður af nauðgun í Héraðsdómi Reykjaness síðasta fimmtudag, meðal annars vegna þess að konan sem hann var ákærður fyrir að brjóta á, klæddi sig úr að ofan. Maðurinn kynntist konunni í gegnum einkamal.is og fóru samskipti þeirra síðar fram á msn-spjallforritinu og svo í gegnum Facebook. Þau ákváðu svo að hittast eitt kvöldið í mars árið 2011 og horfa á kvikmyndina Nýtt líf. Konan lýsir samskiptum sínum við manninn þannig að hún hefði unnið til miðnættis sama kvöld og þau ákveðið að hittast. Þau horfðu saman á myndina, og meðan á henni stóð, fór maðurinn að kyssa og snerta hana. Kona brást við með því að segja honum að hún væri þreytt og ekki viljað þetta. Það virti hann strax. Að myndinni lokinni fóru þau að sofa og lágu þétt saman. Hún sofnaði í um 10 mínútur, en varð svo vör við að maðurinn væri meðal annars að reyna að færa nærbuxur hennar frá og reyna hafa við hana samfarir. Konan var kvefuð og fékk hóstakast en hún segist hafa ýkt það til að komast frá, á klósettið. Þá kemur fram að hún hafi verið frekar svefndrukkin. Þar sendi hún systur sinni sms-skilaboð um að hún væri með strák og það væri eitthvað óeðlilegt í gangi. Konan fór svo farið aftur inn í herbergið og klæddi sig úr að ofan, samkvæmt dómsorði, en hún var í hlýrabol og brjóstahaldara. Hún var sérstaklega innt eftir þessu fyrir dómi, það er að segja hversvegna hún klæddi sig úr, en hún sagði að hún hefði afklætt sig vegna þess að hún væri mjög heitfeng og svæfi yfirleitt nakin. Því næst fór hún undir sængina, snéri baki í manninn og reyndi að sofna. Maðurinn túlkaði þetta sem samþykki við það sem hann hafði verið að gera, og byrjaði að reyna að hafa við hana samfarir. Konan segir að hún hefði frosið og ekki vitað hvað hún ætti að gera og legið í rúminu. Hún hefði svo stokkið fram, farið aftur á klósettið og sent systur sinni annað sms. Konan kvaðst hafa orðið reið. Hún fór aftur inn í herbergið, kveikti ljósið og sagði manninum „að drulla sér út". Verjandi mannsins fór fram á sýknu meðal annars vegna þess að konan klæddi sig úr að ofan eftir að maðurinn hafði reynt að hafa við hana samfarir í fyrra skiptið. Undir þetta tekur fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, en þar segir orðrétt í niðurstöðu dómsins: „Þegar horft er til þess að brotaþoli brást við kynferðislegum snertingum ákærða með því að fara fram á klósettið, klæða sig úr bolnum og brjóstahaldaranum og koma svo aftur upp í rúm á nærbuxunum einum klæða, hafði ákærði réttmæta ástæðu til að ætla að brotaþoli væri samþykk kynmökum." Maðurinn var því sýknaður af brotinu.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira