Skammaður af sendiherra fyrir að skrifa um steranotkun Jóns Páls Sigmarssonar 14. janúar 2013 11:54 Jón Páll Sigmarsson Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann rekur „dapurlega stöðu lyfjafræðslu og eftirlits á landinu," eins og hann orðar það í grein sinni. Þannig lýsir Birgir því meðal annars hvernig tveir íslenskir íþróttamenn úr kraftagreinum hefðu verið bráðkvaddir árið 1993. Birgir nefnir raunar Jón Pál Sigmarsson aldrei á nafn, en það fer ekki á milli mála að hann vísar til hans þegar fram kemur að sterar hafi fundist í líkamssýnum aflraunamannsins eftir andlát hans. Birgir skrifar: „Erlendir fjölmiðlar birtu fregnir af láti hans. Meðal annarra birti fréttamaður London Times fréttina og ályktaði eins og fleiri að sterar væru orsökin eins og þekkt var hjá einstaklingum í þessari grein íþrótta. Hann gjörþekkti heim lyfjamisnotkunar og var t.d. fyrirlesari á þingum AÓN. Fréttamaðurinn fékk upphringingu frá sendiherra Íslands í London og var hundskammaður fyrir að birta slíkt níð um merkan Íslending." Sjálfur segir Birgir að hann hafi kynnt lögregluyfirvöldum, mennta(íþrótta)- og dómsmálaráðherra persónulega hvernig slík mál væru meðhöndluð á alþjóðavettvangi og hvaða þýðingu birtar upplýsingar hefðu sem aðvörun til ungmenna. Ráðuneytisstjóra forsætisráðherra voru afhent ítarleg gögn að sögn Birgis. „Ekkert gerðist," skrifar Birgis og bætir við: „Mikil var undrun fréttamanns London Times þegar hann frétti að á heiðursminningalista í bók um íþróttamanninn var nafn forseta Íslands efst og einnig forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Hann þekkti ekki til þess að íþróttamaður sem létist vegna lyfjamisnotkunar væri hylltur af æðstu yfirvöldum og taldi þetta fréttnæmt." Aftur á Birgir við Jón Pál. Birgir segir að svo hafi orðið nokkur bót á í málum varðandi lyfjamisnotkun. Hann skrifar að með stuðningi AÓN voru hér á landi hafin námskeið um íþróttalæknisfræði árið 1992 og áhersla m.a. lögð á lyfjamisnotkun. „Jákvæð sýni fundust af og til við prófanir og voru afgreidd umtölulaust samkvæmt löngu mótuðum reglum og starfsferlum ÍSÍ án nokkurra mótmæla eða afskipta íþróttaforustunnar eða utanaðkomandi aðila," skrifar Birgir. En svo verða breytingar á. Hann skrifar: „Þetta breyttist árið 2001. Þá fannst jákvætt sýni hjá einstaklingi úr félagi þáverandi forseta ÍSÍ, fyrirliða félagsliðs sem og landsliðs. Skorti á upplýsingum var borið við. Hófst nú mikil íhlutun forseta og fylgiliðs og formanns viðkomandi sérsambands, núverandi forseta ÍSÍ." Birgir bætir við: „Undirritaður sem sat í Læknanefnd Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, var formaður þriggja laganefnda íþróttahreyfingarinnar og hafði stjórnað lyfjaeftirliti á Heimsmeistaramótum og Smáþjóðaleikum var ásakaður um klaufaskap og fáfræði um lyfjareglur. Eins og gerist í gjörspilltum þjóðfélögum höfðu þessir aðilar betur þrátt fyrir skýra skjalfesta afstöðu Alþjóðaólympíunefndarinnar og viðkomandi alþjóðasérsambands. Með þessu lauk trúverðugu lyfjaeftirliti á Íslandi og fræðslu um íþróttalæknisfræði." Hægt er að lesa grein Birgis í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Sterar, brjóst og eistu - Morgunblaðið og New York Times Ég umorða ummæli Lloyd Bentsen þegar Dan Quayle líkti sér við John F. Kennedy í kappræðum varaforsetaefnanna 1988 og segi við Moggann: You are no New York Times. 14. janúar 2013 10:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann rekur „dapurlega stöðu lyfjafræðslu og eftirlits á landinu," eins og hann orðar það í grein sinni. Þannig lýsir Birgir því meðal annars hvernig tveir íslenskir íþróttamenn úr kraftagreinum hefðu verið bráðkvaddir árið 1993. Birgir nefnir raunar Jón Pál Sigmarsson aldrei á nafn, en það fer ekki á milli mála að hann vísar til hans þegar fram kemur að sterar hafi fundist í líkamssýnum aflraunamannsins eftir andlát hans. Birgir skrifar: „Erlendir fjölmiðlar birtu fregnir af láti hans. Meðal annarra birti fréttamaður London Times fréttina og ályktaði eins og fleiri að sterar væru orsökin eins og þekkt var hjá einstaklingum í þessari grein íþrótta. Hann gjörþekkti heim lyfjamisnotkunar og var t.d. fyrirlesari á þingum AÓN. Fréttamaðurinn fékk upphringingu frá sendiherra Íslands í London og var hundskammaður fyrir að birta slíkt níð um merkan Íslending." Sjálfur segir Birgir að hann hafi kynnt lögregluyfirvöldum, mennta(íþrótta)- og dómsmálaráðherra persónulega hvernig slík mál væru meðhöndluð á alþjóðavettvangi og hvaða þýðingu birtar upplýsingar hefðu sem aðvörun til ungmenna. Ráðuneytisstjóra forsætisráðherra voru afhent ítarleg gögn að sögn Birgis. „Ekkert gerðist," skrifar Birgis og bætir við: „Mikil var undrun fréttamanns London Times þegar hann frétti að á heiðursminningalista í bók um íþróttamanninn var nafn forseta Íslands efst og einnig forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Hann þekkti ekki til þess að íþróttamaður sem létist vegna lyfjamisnotkunar væri hylltur af æðstu yfirvöldum og taldi þetta fréttnæmt." Aftur á Birgir við Jón Pál. Birgir segir að svo hafi orðið nokkur bót á í málum varðandi lyfjamisnotkun. Hann skrifar að með stuðningi AÓN voru hér á landi hafin námskeið um íþróttalæknisfræði árið 1992 og áhersla m.a. lögð á lyfjamisnotkun. „Jákvæð sýni fundust af og til við prófanir og voru afgreidd umtölulaust samkvæmt löngu mótuðum reglum og starfsferlum ÍSÍ án nokkurra mótmæla eða afskipta íþróttaforustunnar eða utanaðkomandi aðila," skrifar Birgir. En svo verða breytingar á. Hann skrifar: „Þetta breyttist árið 2001. Þá fannst jákvætt sýni hjá einstaklingi úr félagi þáverandi forseta ÍSÍ, fyrirliða félagsliðs sem og landsliðs. Skorti á upplýsingum var borið við. Hófst nú mikil íhlutun forseta og fylgiliðs og formanns viðkomandi sérsambands, núverandi forseta ÍSÍ." Birgir bætir við: „Undirritaður sem sat í Læknanefnd Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, var formaður þriggja laganefnda íþróttahreyfingarinnar og hafði stjórnað lyfjaeftirliti á Heimsmeistaramótum og Smáþjóðaleikum var ásakaður um klaufaskap og fáfræði um lyfjareglur. Eins og gerist í gjörspilltum þjóðfélögum höfðu þessir aðilar betur þrátt fyrir skýra skjalfesta afstöðu Alþjóðaólympíunefndarinnar og viðkomandi alþjóðasérsambands. Með þessu lauk trúverðugu lyfjaeftirliti á Íslandi og fræðslu um íþróttalæknisfræði." Hægt er að lesa grein Birgis í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Sterar, brjóst og eistu - Morgunblaðið og New York Times Ég umorða ummæli Lloyd Bentsen þegar Dan Quayle líkti sér við John F. Kennedy í kappræðum varaforsetaefnanna 1988 og segi við Moggann: You are no New York Times. 14. janúar 2013 10:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Sterar, brjóst og eistu - Morgunblaðið og New York Times Ég umorða ummæli Lloyd Bentsen þegar Dan Quayle líkti sér við John F. Kennedy í kappræðum varaforsetaefnanna 1988 og segi við Moggann: You are no New York Times. 14. janúar 2013 10:00