Skammaður af sendiherra fyrir að skrifa um steranotkun Jóns Páls Sigmarssonar 14. janúar 2013 11:54 Jón Páll Sigmarsson Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann rekur „dapurlega stöðu lyfjafræðslu og eftirlits á landinu," eins og hann orðar það í grein sinni. Þannig lýsir Birgir því meðal annars hvernig tveir íslenskir íþróttamenn úr kraftagreinum hefðu verið bráðkvaddir árið 1993. Birgir nefnir raunar Jón Pál Sigmarsson aldrei á nafn, en það fer ekki á milli mála að hann vísar til hans þegar fram kemur að sterar hafi fundist í líkamssýnum aflraunamannsins eftir andlát hans. Birgir skrifar: „Erlendir fjölmiðlar birtu fregnir af láti hans. Meðal annarra birti fréttamaður London Times fréttina og ályktaði eins og fleiri að sterar væru orsökin eins og þekkt var hjá einstaklingum í þessari grein íþrótta. Hann gjörþekkti heim lyfjamisnotkunar og var t.d. fyrirlesari á þingum AÓN. Fréttamaðurinn fékk upphringingu frá sendiherra Íslands í London og var hundskammaður fyrir að birta slíkt níð um merkan Íslending." Sjálfur segir Birgir að hann hafi kynnt lögregluyfirvöldum, mennta(íþrótta)- og dómsmálaráðherra persónulega hvernig slík mál væru meðhöndluð á alþjóðavettvangi og hvaða þýðingu birtar upplýsingar hefðu sem aðvörun til ungmenna. Ráðuneytisstjóra forsætisráðherra voru afhent ítarleg gögn að sögn Birgis. „Ekkert gerðist," skrifar Birgis og bætir við: „Mikil var undrun fréttamanns London Times þegar hann frétti að á heiðursminningalista í bók um íþróttamanninn var nafn forseta Íslands efst og einnig forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Hann þekkti ekki til þess að íþróttamaður sem létist vegna lyfjamisnotkunar væri hylltur af æðstu yfirvöldum og taldi þetta fréttnæmt." Aftur á Birgir við Jón Pál. Birgir segir að svo hafi orðið nokkur bót á í málum varðandi lyfjamisnotkun. Hann skrifar að með stuðningi AÓN voru hér á landi hafin námskeið um íþróttalæknisfræði árið 1992 og áhersla m.a. lögð á lyfjamisnotkun. „Jákvæð sýni fundust af og til við prófanir og voru afgreidd umtölulaust samkvæmt löngu mótuðum reglum og starfsferlum ÍSÍ án nokkurra mótmæla eða afskipta íþróttaforustunnar eða utanaðkomandi aðila," skrifar Birgir. En svo verða breytingar á. Hann skrifar: „Þetta breyttist árið 2001. Þá fannst jákvætt sýni hjá einstaklingi úr félagi þáverandi forseta ÍSÍ, fyrirliða félagsliðs sem og landsliðs. Skorti á upplýsingum var borið við. Hófst nú mikil íhlutun forseta og fylgiliðs og formanns viðkomandi sérsambands, núverandi forseta ÍSÍ." Birgir bætir við: „Undirritaður sem sat í Læknanefnd Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, var formaður þriggja laganefnda íþróttahreyfingarinnar og hafði stjórnað lyfjaeftirliti á Heimsmeistaramótum og Smáþjóðaleikum var ásakaður um klaufaskap og fáfræði um lyfjareglur. Eins og gerist í gjörspilltum þjóðfélögum höfðu þessir aðilar betur þrátt fyrir skýra skjalfesta afstöðu Alþjóðaólympíunefndarinnar og viðkomandi alþjóðasérsambands. Með þessu lauk trúverðugu lyfjaeftirliti á Íslandi og fræðslu um íþróttalæknisfræði." Hægt er að lesa grein Birgis í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Sterar, brjóst og eistu - Morgunblaðið og New York Times Ég umorða ummæli Lloyd Bentsen þegar Dan Quayle líkti sér við John F. Kennedy í kappræðum varaforsetaefnanna 1988 og segi við Moggann: You are no New York Times. 14. janúar 2013 10:00 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann rekur „dapurlega stöðu lyfjafræðslu og eftirlits á landinu," eins og hann orðar það í grein sinni. Þannig lýsir Birgir því meðal annars hvernig tveir íslenskir íþróttamenn úr kraftagreinum hefðu verið bráðkvaddir árið 1993. Birgir nefnir raunar Jón Pál Sigmarsson aldrei á nafn, en það fer ekki á milli mála að hann vísar til hans þegar fram kemur að sterar hafi fundist í líkamssýnum aflraunamannsins eftir andlát hans. Birgir skrifar: „Erlendir fjölmiðlar birtu fregnir af láti hans. Meðal annarra birti fréttamaður London Times fréttina og ályktaði eins og fleiri að sterar væru orsökin eins og þekkt var hjá einstaklingum í þessari grein íþrótta. Hann gjörþekkti heim lyfjamisnotkunar og var t.d. fyrirlesari á þingum AÓN. Fréttamaðurinn fékk upphringingu frá sendiherra Íslands í London og var hundskammaður fyrir að birta slíkt níð um merkan Íslending." Sjálfur segir Birgir að hann hafi kynnt lögregluyfirvöldum, mennta(íþrótta)- og dómsmálaráðherra persónulega hvernig slík mál væru meðhöndluð á alþjóðavettvangi og hvaða þýðingu birtar upplýsingar hefðu sem aðvörun til ungmenna. Ráðuneytisstjóra forsætisráðherra voru afhent ítarleg gögn að sögn Birgis. „Ekkert gerðist," skrifar Birgis og bætir við: „Mikil var undrun fréttamanns London Times þegar hann frétti að á heiðursminningalista í bók um íþróttamanninn var nafn forseta Íslands efst og einnig forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Hann þekkti ekki til þess að íþróttamaður sem létist vegna lyfjamisnotkunar væri hylltur af æðstu yfirvöldum og taldi þetta fréttnæmt." Aftur á Birgir við Jón Pál. Birgir segir að svo hafi orðið nokkur bót á í málum varðandi lyfjamisnotkun. Hann skrifar að með stuðningi AÓN voru hér á landi hafin námskeið um íþróttalæknisfræði árið 1992 og áhersla m.a. lögð á lyfjamisnotkun. „Jákvæð sýni fundust af og til við prófanir og voru afgreidd umtölulaust samkvæmt löngu mótuðum reglum og starfsferlum ÍSÍ án nokkurra mótmæla eða afskipta íþróttaforustunnar eða utanaðkomandi aðila," skrifar Birgir. En svo verða breytingar á. Hann skrifar: „Þetta breyttist árið 2001. Þá fannst jákvætt sýni hjá einstaklingi úr félagi þáverandi forseta ÍSÍ, fyrirliða félagsliðs sem og landsliðs. Skorti á upplýsingum var borið við. Hófst nú mikil íhlutun forseta og fylgiliðs og formanns viðkomandi sérsambands, núverandi forseta ÍSÍ." Birgir bætir við: „Undirritaður sem sat í Læknanefnd Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, var formaður þriggja laganefnda íþróttahreyfingarinnar og hafði stjórnað lyfjaeftirliti á Heimsmeistaramótum og Smáþjóðaleikum var ásakaður um klaufaskap og fáfræði um lyfjareglur. Eins og gerist í gjörspilltum þjóðfélögum höfðu þessir aðilar betur þrátt fyrir skýra skjalfesta afstöðu Alþjóðaólympíunefndarinnar og viðkomandi alþjóðasérsambands. Með þessu lauk trúverðugu lyfjaeftirliti á Íslandi og fræðslu um íþróttalæknisfræði." Hægt er að lesa grein Birgis í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Sterar, brjóst og eistu - Morgunblaðið og New York Times Ég umorða ummæli Lloyd Bentsen þegar Dan Quayle líkti sér við John F. Kennedy í kappræðum varaforsetaefnanna 1988 og segi við Moggann: You are no New York Times. 14. janúar 2013 10:00 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Sterar, brjóst og eistu - Morgunblaðið og New York Times Ég umorða ummæli Lloyd Bentsen þegar Dan Quayle líkti sér við John F. Kennedy í kappræðum varaforsetaefnanna 1988 og segi við Moggann: You are no New York Times. 14. janúar 2013 10:00