Erlent

Skúringakona ók lest á hús í Svíþjóð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skúringakona slasaðist þegar lest í Stokkhólmi fór af sporinu og lenti á íbúðablokk um klukkan hálftvö í nótt að staðartíma. Þegar lestin kom á endastöð í Saltsjobaden, suðaustur af Stokkhólmi, hægði hún ekki á sér heldur ók á hindranir á enda sporsins og áfram á nálæga byggingu. Við stjórn lestarinnar var hreingerningarkona sem hafði stolið henni. Hún slasaðist alvarlega í árekstrinum og henni var flogið á spítala. Það þykir ganga kraftaverki næst að enginn byggingunni hafi slasast og engir farþegar voru í lestinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×