Fótbolti

Cercle Brugge komst áfram án Eiðs Smára - tvö Íslendingalið áfam

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason. Mynd/Nordic Photos/Getty
Tvö Íslendingalið komust áfram í belgíska bikarnum í kvöld eftir eins marks sigra á útivelli en það eru lið Cercle Brugge og Zulte-Waregem.

Cercle Brugge vann 2-1 útisigur á b-deildarliði KV Oostende en Cercle-liðið lék án Eiðs Smára Guðjohnsen sem var seldur á dögunum til nágrannanna í Club Brugge.

Gregory Mertens skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á þriðju mínútu í uppbótartíma eftir að Oostende jafnaði metin á 72. mínútu. Lukas Van Eeno hafði komið Cercle í 1-0 á 50. mínútu. Arnar Þór Viðarsson spilaði allan leikinn með Cercle Brugge.

Ólafur Ingi Skúlason kom inn á sem varamaður í hálfleik þegar Zulte-Waregem vann 1-0 útisigur á Genk. M'Baye Leye skoraði sigurmarkið úr víti í seinni hálfleiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×