Erlent

Fyrstu afrísku hermennirnir koma til Malí

Tæplega 200 hermenn frá Nígeríu eru á leið til Malí til að aðstoða við hernaðaraðgerðir gegn herskáum íslamistum.

Um er að ræða fyrstu hermennina frá öðru Afríkuríki sem koma til liðs við Frakka í þessum aðgerðum. Samkvæmt ákvörðun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna munu 3.300 hermenn frá öðrum Afríkuríkjum verða sendir til Malí, þar af mun Chad senda 2.000 hermenn.

Sem stendur standa yfir bardagar gegn íslamistunum í bænum Diabaly sem er í 350 kílímetra fjarlægð norður af höfuðborginni Bamako.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×