Erlent

Mikil flóð hrjá íbúa borgarinnar Jakarta

Mikil flóð í Jakarta höfuðborg Indónesíu hafa valdið því að margar af götum borgarinnar eru ófærar vegna vatnselgs.

Þá hefur þurft að loka mörgum fyrirtækjum og skrifstofum í borginni vegna þessara flóða og almenningssamgöngur liggja meir og minna niðri. Um 9.000 manns hafast nú við í neyðarskýlum í borginni vegna flóðanna.

Það er mikið úrhelli á þessum slóðum undanfarna daga sem veldur flóðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×