Erlent

Aldrei fleiri hermenn fyrirfarið sér

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hermaður vitjar leiðis látins vinar.
Hermaður vitjar leiðis látins vinar. Mynd/ Getty.
Þrátt fyrir mikinn stuðning og ráðgjöf fyrirfóru 349 bandarískir hermenn sér í fyrra, að því er CNN fréttastofan greinir frá. Talið er að þetta sé mesti fjöldi frá því að varnarmálaráðuneytið fór að halda tölur yfir þetta árið 2001. Samkvæmt tölum ráðuneytisins fyrirfóru 349 hermenn sér og verið er að rannsaka hvort 110 andlát í viðbót megi rekja til sjálfsmorða. Í hitteðfyrra fyrirfór 301 hermaður sér og árið á undan voru þeir 298.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×