Erlent

Gíslar og ódæðismenn féllu í aðgerðum Alsírshers

Alls létust 34 gíslar í áhlaupi alsírska hersins á gasvinnslustöðina þar sem herskáir íslamistar hafa haldið tugum manns frá því í gær. Alsírskir fjölmiðla fullyrða að 15 íslamistar hafi fallið í aðgerðunum og að hermenn hafi frelsað fjóra gísla úr haldi.

Talið er að íslamistarnir hafi reynt að flytja gíslana á brott stuttu áður en áhlaupið hófst. Fregnir af stöðu mála eru enn óljósar en alsírska fréttastofa ANI hefur eftir talsmanni íslamista að gíslarnir hafi fallið í loftárás alsírska flughersins.

Heildarfjöldi gíslanna hefur verið nokkuð á reiki. Íslamistarnir höfðu greint frá því að þeir hefðu 41 erlendan starfsmann í gíslingu ásamt nokkrum Alsíringum. Í morgun greindu fjölmiðlar í Alsír frá því að þrjátíu gíslar hefðu sloppið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×