Erlent

Enn óvist um afdrif sex Norðmanna í Alsír

Enn er óvíst um afdrif á milli 20 og 30 vestrænna gísla, þar á meðal sex Norðmanna, sem eru í haldi íslamistanna í gasvinnslustöðinni Almenas í Alsír.

Statoil upplýsti á blaðamannafundi í morgun að tveir af Norðmönnunum sem enn voru í haldi hafi sloppið frá íslamistunum. Annar þeirra er á leið heim til Noregs en hinn er á öruggum stað í Alsír.

Talið er að nærri tíu þungvopnaðir íslamistar hafi gíslanna í haldi í vélasal stöðvarinnar. Borist hafa fréttir um að tveir af íslamistunum séu vestrænir og að annarra þeirra sé hugsanlega Norðmaður. Sá er ljóshærður og sást ræða við norsku gíslana á tungumáli sem enginn annar skildi.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur sent frá sér ályktun þar sem gíslatakan er fordæmd.

Meðal þeirra gísla sem staðfest er að hafi fallið eru tveir Japanir, tveir Bretar, Frakki og Bandaríkjamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×