Fótbolti

Jóhann Berg lagði upp tvö mörk í stórsigri Alkmaar

Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson átti flottan leik fyrir AZ Alkmaar í hollenska boltanum í kvöld og lagði upp tvö mörk er liðið vann stórsigur, 4-1, á Vitesse í kvöld.

Markalaust var í leikhléi en Jóhann Berg lagði upp tvö fyrstu mörk leiksins fyrir Jozy Altidore og Beerens. Altidore skoraði þrennu í leiknum.

Alkmaar var að vinna sinn annan sigur í röð í deildinni og er komið upp í ellefta sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×