Leitin skapar fjölda starfa þótt engin olía finnist Kristján Már Unnarsson skrifar 1. nóvember 2012 19:15 Olíuleit við Ísland mun skila verulegum fjölda starfa, jafnvel þótt engin olía finnist. Endurgreiðslur norska ríkisins vegna olíuleitar gætu hins vegar freistað olíufélaga til að bora fremur Noregsmegin á Jan Mayen-svæðinu. Þetta kom fram á ráðstefnu í Reykjavík í dag. Ert þú klár í olíufund? Þannig hljóðaði fundarboðið frá endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækinu Deloitte, en í lok þessa mánaðar er áformað að fyrstu leitar- og olíuvinnsluleyfi í lögsögu Íslands verði gefin út. Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri iðnaðar á verkfræðistofunni Mannviti, var meðal framsögumanna. Hann segir að Íslendingar hafi nú þegar mikið af þeim innviðum sem til þurfi vegna olíuleitar. Helst skorti þó tæknimenntað fólk, iðnaðarmenn, verkfræðinga og þess háttar. Íslendingar hafi margt annað sem hjálpi, til dæmis mikla reynslu af útgerð skipa og af jarðhitaborunum. En jafnvel þótt olían léti bíða eftir sér eru tækifærin engu að síður framundan hjá Íslendingum. Haukur segir að sú hafi verið reyndin hjá Færeyingum. Þótt þeir séu búnir að vera 10-14 ár í olíuleit, og ekki ennþá náð að finna olíu í vinnanlegu magni, þá sé olíuleit orðinn mjög sterkur iðnaður í Færeyjum. Framundan er olíuleit í lögsögu Íslands fyrir mörghundruð milljónir króna, ef ekki milljarða. „Bara olíuleitin sjálf mun skila okkur verulega auknum störfum," segir Haukur. Það gæti hins vegar reynst olíufélögum hagstæðara að hefja rannsóknarboranir Noregsmegin á Jan Mayen-hryggnum. Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri hjá Deloitte, segir að norska ríkið endurgreiði allt að 78 prósent af kostnaði vegna leitar og rannsókna en íslenska ríkið hafi sennilega ekki efni á slíku. Íslendingar gætu þannig séð boranir hefjast Noregsmegin en ekki Íslandsmegin. „Ef fyrirtæki telja að það sé jafnmikill séns að finna olíu Íslandsmegin og Noregsmegin þá getur maður séð að fyrirtæki myndu frekar fara Noregsmegin út af þessum endurgreiðslureglum," segir Vala. Tengdar fréttir Noregi boðin aðild að sérleyfum á Drekasvæðinu Orkustofnun hefur boðið olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs að verða fjórðungsaðili að leitar- og vinnsluleyfum á Drekasvæðinu sem fyrirhugað er að úthluta í næsta mánuði. Norsk stjórnvöld hafa þrjátíu daga til að ákveða hvort þau vilji tilnefna olíufélag til þátttöku. Þetta er í samræmi við Jan Mayen-samkomlag Íslands og Noregs frá árinu 1981 sem kveður á um gagnkvæman 25 prósenta þátttökurétt í olíuvinnslu í lögsögu hvors annars á afmörkuðu samvinnusvæði á Jan Mayen-hryggnum. 31. október 2012 18:45 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira
Olíuleit við Ísland mun skila verulegum fjölda starfa, jafnvel þótt engin olía finnist. Endurgreiðslur norska ríkisins vegna olíuleitar gætu hins vegar freistað olíufélaga til að bora fremur Noregsmegin á Jan Mayen-svæðinu. Þetta kom fram á ráðstefnu í Reykjavík í dag. Ert þú klár í olíufund? Þannig hljóðaði fundarboðið frá endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækinu Deloitte, en í lok þessa mánaðar er áformað að fyrstu leitar- og olíuvinnsluleyfi í lögsögu Íslands verði gefin út. Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri iðnaðar á verkfræðistofunni Mannviti, var meðal framsögumanna. Hann segir að Íslendingar hafi nú þegar mikið af þeim innviðum sem til þurfi vegna olíuleitar. Helst skorti þó tæknimenntað fólk, iðnaðarmenn, verkfræðinga og þess háttar. Íslendingar hafi margt annað sem hjálpi, til dæmis mikla reynslu af útgerð skipa og af jarðhitaborunum. En jafnvel þótt olían léti bíða eftir sér eru tækifærin engu að síður framundan hjá Íslendingum. Haukur segir að sú hafi verið reyndin hjá Færeyingum. Þótt þeir séu búnir að vera 10-14 ár í olíuleit, og ekki ennþá náð að finna olíu í vinnanlegu magni, þá sé olíuleit orðinn mjög sterkur iðnaður í Færeyjum. Framundan er olíuleit í lögsögu Íslands fyrir mörghundruð milljónir króna, ef ekki milljarða. „Bara olíuleitin sjálf mun skila okkur verulega auknum störfum," segir Haukur. Það gæti hins vegar reynst olíufélögum hagstæðara að hefja rannsóknarboranir Noregsmegin á Jan Mayen-hryggnum. Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri hjá Deloitte, segir að norska ríkið endurgreiði allt að 78 prósent af kostnaði vegna leitar og rannsókna en íslenska ríkið hafi sennilega ekki efni á slíku. Íslendingar gætu þannig séð boranir hefjast Noregsmegin en ekki Íslandsmegin. „Ef fyrirtæki telja að það sé jafnmikill séns að finna olíu Íslandsmegin og Noregsmegin þá getur maður séð að fyrirtæki myndu frekar fara Noregsmegin út af þessum endurgreiðslureglum," segir Vala.
Tengdar fréttir Noregi boðin aðild að sérleyfum á Drekasvæðinu Orkustofnun hefur boðið olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs að verða fjórðungsaðili að leitar- og vinnsluleyfum á Drekasvæðinu sem fyrirhugað er að úthluta í næsta mánuði. Norsk stjórnvöld hafa þrjátíu daga til að ákveða hvort þau vilji tilnefna olíufélag til þátttöku. Þetta er í samræmi við Jan Mayen-samkomlag Íslands og Noregs frá árinu 1981 sem kveður á um gagnkvæman 25 prósenta þátttökurétt í olíuvinnslu í lögsögu hvors annars á afmörkuðu samvinnusvæði á Jan Mayen-hryggnum. 31. október 2012 18:45 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira
Noregi boðin aðild að sérleyfum á Drekasvæðinu Orkustofnun hefur boðið olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs að verða fjórðungsaðili að leitar- og vinnsluleyfum á Drekasvæðinu sem fyrirhugað er að úthluta í næsta mánuði. Norsk stjórnvöld hafa þrjátíu daga til að ákveða hvort þau vilji tilnefna olíufélag til þátttöku. Þetta er í samræmi við Jan Mayen-samkomlag Íslands og Noregs frá árinu 1981 sem kveður á um gagnkvæman 25 prósenta þátttökurétt í olíuvinnslu í lögsögu hvors annars á afmörkuðu samvinnusvæði á Jan Mayen-hryggnum. 31. október 2012 18:45