Leitin skapar fjölda starfa þótt engin olía finnist Kristján Már Unnarsson skrifar 1. nóvember 2012 19:15 Olíuleit við Ísland mun skila verulegum fjölda starfa, jafnvel þótt engin olía finnist. Endurgreiðslur norska ríkisins vegna olíuleitar gætu hins vegar freistað olíufélaga til að bora fremur Noregsmegin á Jan Mayen-svæðinu. Þetta kom fram á ráðstefnu í Reykjavík í dag. Ert þú klár í olíufund? Þannig hljóðaði fundarboðið frá endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækinu Deloitte, en í lok þessa mánaðar er áformað að fyrstu leitar- og olíuvinnsluleyfi í lögsögu Íslands verði gefin út. Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri iðnaðar á verkfræðistofunni Mannviti, var meðal framsögumanna. Hann segir að Íslendingar hafi nú þegar mikið af þeim innviðum sem til þurfi vegna olíuleitar. Helst skorti þó tæknimenntað fólk, iðnaðarmenn, verkfræðinga og þess háttar. Íslendingar hafi margt annað sem hjálpi, til dæmis mikla reynslu af útgerð skipa og af jarðhitaborunum. En jafnvel þótt olían léti bíða eftir sér eru tækifærin engu að síður framundan hjá Íslendingum. Haukur segir að sú hafi verið reyndin hjá Færeyingum. Þótt þeir séu búnir að vera 10-14 ár í olíuleit, og ekki ennþá náð að finna olíu í vinnanlegu magni, þá sé olíuleit orðinn mjög sterkur iðnaður í Færeyjum. Framundan er olíuleit í lögsögu Íslands fyrir mörghundruð milljónir króna, ef ekki milljarða. „Bara olíuleitin sjálf mun skila okkur verulega auknum störfum," segir Haukur. Það gæti hins vegar reynst olíufélögum hagstæðara að hefja rannsóknarboranir Noregsmegin á Jan Mayen-hryggnum. Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri hjá Deloitte, segir að norska ríkið endurgreiði allt að 78 prósent af kostnaði vegna leitar og rannsókna en íslenska ríkið hafi sennilega ekki efni á slíku. Íslendingar gætu þannig séð boranir hefjast Noregsmegin en ekki Íslandsmegin. „Ef fyrirtæki telja að það sé jafnmikill séns að finna olíu Íslandsmegin og Noregsmegin þá getur maður séð að fyrirtæki myndu frekar fara Noregsmegin út af þessum endurgreiðslureglum," segir Vala. Tengdar fréttir Noregi boðin aðild að sérleyfum á Drekasvæðinu Orkustofnun hefur boðið olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs að verða fjórðungsaðili að leitar- og vinnsluleyfum á Drekasvæðinu sem fyrirhugað er að úthluta í næsta mánuði. Norsk stjórnvöld hafa þrjátíu daga til að ákveða hvort þau vilji tilnefna olíufélag til þátttöku. Þetta er í samræmi við Jan Mayen-samkomlag Íslands og Noregs frá árinu 1981 sem kveður á um gagnkvæman 25 prósenta þátttökurétt í olíuvinnslu í lögsögu hvors annars á afmörkuðu samvinnusvæði á Jan Mayen-hryggnum. 31. október 2012 18:45 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Olíuleit við Ísland mun skila verulegum fjölda starfa, jafnvel þótt engin olía finnist. Endurgreiðslur norska ríkisins vegna olíuleitar gætu hins vegar freistað olíufélaga til að bora fremur Noregsmegin á Jan Mayen-svæðinu. Þetta kom fram á ráðstefnu í Reykjavík í dag. Ert þú klár í olíufund? Þannig hljóðaði fundarboðið frá endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækinu Deloitte, en í lok þessa mánaðar er áformað að fyrstu leitar- og olíuvinnsluleyfi í lögsögu Íslands verði gefin út. Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri iðnaðar á verkfræðistofunni Mannviti, var meðal framsögumanna. Hann segir að Íslendingar hafi nú þegar mikið af þeim innviðum sem til þurfi vegna olíuleitar. Helst skorti þó tæknimenntað fólk, iðnaðarmenn, verkfræðinga og þess háttar. Íslendingar hafi margt annað sem hjálpi, til dæmis mikla reynslu af útgerð skipa og af jarðhitaborunum. En jafnvel þótt olían léti bíða eftir sér eru tækifærin engu að síður framundan hjá Íslendingum. Haukur segir að sú hafi verið reyndin hjá Færeyingum. Þótt þeir séu búnir að vera 10-14 ár í olíuleit, og ekki ennþá náð að finna olíu í vinnanlegu magni, þá sé olíuleit orðinn mjög sterkur iðnaður í Færeyjum. Framundan er olíuleit í lögsögu Íslands fyrir mörghundruð milljónir króna, ef ekki milljarða. „Bara olíuleitin sjálf mun skila okkur verulega auknum störfum," segir Haukur. Það gæti hins vegar reynst olíufélögum hagstæðara að hefja rannsóknarboranir Noregsmegin á Jan Mayen-hryggnum. Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri hjá Deloitte, segir að norska ríkið endurgreiði allt að 78 prósent af kostnaði vegna leitar og rannsókna en íslenska ríkið hafi sennilega ekki efni á slíku. Íslendingar gætu þannig séð boranir hefjast Noregsmegin en ekki Íslandsmegin. „Ef fyrirtæki telja að það sé jafnmikill séns að finna olíu Íslandsmegin og Noregsmegin þá getur maður séð að fyrirtæki myndu frekar fara Noregsmegin út af þessum endurgreiðslureglum," segir Vala.
Tengdar fréttir Noregi boðin aðild að sérleyfum á Drekasvæðinu Orkustofnun hefur boðið olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs að verða fjórðungsaðili að leitar- og vinnsluleyfum á Drekasvæðinu sem fyrirhugað er að úthluta í næsta mánuði. Norsk stjórnvöld hafa þrjátíu daga til að ákveða hvort þau vilji tilnefna olíufélag til þátttöku. Þetta er í samræmi við Jan Mayen-samkomlag Íslands og Noregs frá árinu 1981 sem kveður á um gagnkvæman 25 prósenta þátttökurétt í olíuvinnslu í lögsögu hvors annars á afmörkuðu samvinnusvæði á Jan Mayen-hryggnum. 31. október 2012 18:45 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Noregi boðin aðild að sérleyfum á Drekasvæðinu Orkustofnun hefur boðið olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs að verða fjórðungsaðili að leitar- og vinnsluleyfum á Drekasvæðinu sem fyrirhugað er að úthluta í næsta mánuði. Norsk stjórnvöld hafa þrjátíu daga til að ákveða hvort þau vilji tilnefna olíufélag til þátttöku. Þetta er í samræmi við Jan Mayen-samkomlag Íslands og Noregs frá árinu 1981 sem kveður á um gagnkvæman 25 prósenta þátttökurétt í olíuvinnslu í lögsögu hvors annars á afmörkuðu samvinnusvæði á Jan Mayen-hryggnum. 31. október 2012 18:45