Leitin skapar fjölda starfa þótt engin olía finnist Kristján Már Unnarsson skrifar 1. nóvember 2012 19:15 Olíuleit við Ísland mun skila verulegum fjölda starfa, jafnvel þótt engin olía finnist. Endurgreiðslur norska ríkisins vegna olíuleitar gætu hins vegar freistað olíufélaga til að bora fremur Noregsmegin á Jan Mayen-svæðinu. Þetta kom fram á ráðstefnu í Reykjavík í dag. Ert þú klár í olíufund? Þannig hljóðaði fundarboðið frá endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækinu Deloitte, en í lok þessa mánaðar er áformað að fyrstu leitar- og olíuvinnsluleyfi í lögsögu Íslands verði gefin út. Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri iðnaðar á verkfræðistofunni Mannviti, var meðal framsögumanna. Hann segir að Íslendingar hafi nú þegar mikið af þeim innviðum sem til þurfi vegna olíuleitar. Helst skorti þó tæknimenntað fólk, iðnaðarmenn, verkfræðinga og þess háttar. Íslendingar hafi margt annað sem hjálpi, til dæmis mikla reynslu af útgerð skipa og af jarðhitaborunum. En jafnvel þótt olían léti bíða eftir sér eru tækifærin engu að síður framundan hjá Íslendingum. Haukur segir að sú hafi verið reyndin hjá Færeyingum. Þótt þeir séu búnir að vera 10-14 ár í olíuleit, og ekki ennþá náð að finna olíu í vinnanlegu magni, þá sé olíuleit orðinn mjög sterkur iðnaður í Færeyjum. Framundan er olíuleit í lögsögu Íslands fyrir mörghundruð milljónir króna, ef ekki milljarða. „Bara olíuleitin sjálf mun skila okkur verulega auknum störfum," segir Haukur. Það gæti hins vegar reynst olíufélögum hagstæðara að hefja rannsóknarboranir Noregsmegin á Jan Mayen-hryggnum. Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri hjá Deloitte, segir að norska ríkið endurgreiði allt að 78 prósent af kostnaði vegna leitar og rannsókna en íslenska ríkið hafi sennilega ekki efni á slíku. Íslendingar gætu þannig séð boranir hefjast Noregsmegin en ekki Íslandsmegin. „Ef fyrirtæki telja að það sé jafnmikill séns að finna olíu Íslandsmegin og Noregsmegin þá getur maður séð að fyrirtæki myndu frekar fara Noregsmegin út af þessum endurgreiðslureglum," segir Vala. Tengdar fréttir Noregi boðin aðild að sérleyfum á Drekasvæðinu Orkustofnun hefur boðið olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs að verða fjórðungsaðili að leitar- og vinnsluleyfum á Drekasvæðinu sem fyrirhugað er að úthluta í næsta mánuði. Norsk stjórnvöld hafa þrjátíu daga til að ákveða hvort þau vilji tilnefna olíufélag til þátttöku. Þetta er í samræmi við Jan Mayen-samkomlag Íslands og Noregs frá árinu 1981 sem kveður á um gagnkvæman 25 prósenta þátttökurétt í olíuvinnslu í lögsögu hvors annars á afmörkuðu samvinnusvæði á Jan Mayen-hryggnum. 31. október 2012 18:45 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
Olíuleit við Ísland mun skila verulegum fjölda starfa, jafnvel þótt engin olía finnist. Endurgreiðslur norska ríkisins vegna olíuleitar gætu hins vegar freistað olíufélaga til að bora fremur Noregsmegin á Jan Mayen-svæðinu. Þetta kom fram á ráðstefnu í Reykjavík í dag. Ert þú klár í olíufund? Þannig hljóðaði fundarboðið frá endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækinu Deloitte, en í lok þessa mánaðar er áformað að fyrstu leitar- og olíuvinnsluleyfi í lögsögu Íslands verði gefin út. Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri iðnaðar á verkfræðistofunni Mannviti, var meðal framsögumanna. Hann segir að Íslendingar hafi nú þegar mikið af þeim innviðum sem til þurfi vegna olíuleitar. Helst skorti þó tæknimenntað fólk, iðnaðarmenn, verkfræðinga og þess háttar. Íslendingar hafi margt annað sem hjálpi, til dæmis mikla reynslu af útgerð skipa og af jarðhitaborunum. En jafnvel þótt olían léti bíða eftir sér eru tækifærin engu að síður framundan hjá Íslendingum. Haukur segir að sú hafi verið reyndin hjá Færeyingum. Þótt þeir séu búnir að vera 10-14 ár í olíuleit, og ekki ennþá náð að finna olíu í vinnanlegu magni, þá sé olíuleit orðinn mjög sterkur iðnaður í Færeyjum. Framundan er olíuleit í lögsögu Íslands fyrir mörghundruð milljónir króna, ef ekki milljarða. „Bara olíuleitin sjálf mun skila okkur verulega auknum störfum," segir Haukur. Það gæti hins vegar reynst olíufélögum hagstæðara að hefja rannsóknarboranir Noregsmegin á Jan Mayen-hryggnum. Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri hjá Deloitte, segir að norska ríkið endurgreiði allt að 78 prósent af kostnaði vegna leitar og rannsókna en íslenska ríkið hafi sennilega ekki efni á slíku. Íslendingar gætu þannig séð boranir hefjast Noregsmegin en ekki Íslandsmegin. „Ef fyrirtæki telja að það sé jafnmikill séns að finna olíu Íslandsmegin og Noregsmegin þá getur maður séð að fyrirtæki myndu frekar fara Noregsmegin út af þessum endurgreiðslureglum," segir Vala.
Tengdar fréttir Noregi boðin aðild að sérleyfum á Drekasvæðinu Orkustofnun hefur boðið olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs að verða fjórðungsaðili að leitar- og vinnsluleyfum á Drekasvæðinu sem fyrirhugað er að úthluta í næsta mánuði. Norsk stjórnvöld hafa þrjátíu daga til að ákveða hvort þau vilji tilnefna olíufélag til þátttöku. Þetta er í samræmi við Jan Mayen-samkomlag Íslands og Noregs frá árinu 1981 sem kveður á um gagnkvæman 25 prósenta þátttökurétt í olíuvinnslu í lögsögu hvors annars á afmörkuðu samvinnusvæði á Jan Mayen-hryggnum. 31. október 2012 18:45 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sjá meira
Noregi boðin aðild að sérleyfum á Drekasvæðinu Orkustofnun hefur boðið olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs að verða fjórðungsaðili að leitar- og vinnsluleyfum á Drekasvæðinu sem fyrirhugað er að úthluta í næsta mánuði. Norsk stjórnvöld hafa þrjátíu daga til að ákveða hvort þau vilji tilnefna olíufélag til þátttöku. Þetta er í samræmi við Jan Mayen-samkomlag Íslands og Noregs frá árinu 1981 sem kveður á um gagnkvæman 25 prósenta þátttökurétt í olíuvinnslu í lögsögu hvors annars á afmörkuðu samvinnusvæði á Jan Mayen-hryggnum. 31. október 2012 18:45