Leitin skapar fjölda starfa þótt engin olía finnist Kristján Már Unnarsson skrifar 1. nóvember 2012 19:15 Olíuleit við Ísland mun skila verulegum fjölda starfa, jafnvel þótt engin olía finnist. Endurgreiðslur norska ríkisins vegna olíuleitar gætu hins vegar freistað olíufélaga til að bora fremur Noregsmegin á Jan Mayen-svæðinu. Þetta kom fram á ráðstefnu í Reykjavík í dag. Ert þú klár í olíufund? Þannig hljóðaði fundarboðið frá endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækinu Deloitte, en í lok þessa mánaðar er áformað að fyrstu leitar- og olíuvinnsluleyfi í lögsögu Íslands verði gefin út. Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri iðnaðar á verkfræðistofunni Mannviti, var meðal framsögumanna. Hann segir að Íslendingar hafi nú þegar mikið af þeim innviðum sem til þurfi vegna olíuleitar. Helst skorti þó tæknimenntað fólk, iðnaðarmenn, verkfræðinga og þess háttar. Íslendingar hafi margt annað sem hjálpi, til dæmis mikla reynslu af útgerð skipa og af jarðhitaborunum. En jafnvel þótt olían léti bíða eftir sér eru tækifærin engu að síður framundan hjá Íslendingum. Haukur segir að sú hafi verið reyndin hjá Færeyingum. Þótt þeir séu búnir að vera 10-14 ár í olíuleit, og ekki ennþá náð að finna olíu í vinnanlegu magni, þá sé olíuleit orðinn mjög sterkur iðnaður í Færeyjum. Framundan er olíuleit í lögsögu Íslands fyrir mörghundruð milljónir króna, ef ekki milljarða. „Bara olíuleitin sjálf mun skila okkur verulega auknum störfum," segir Haukur. Það gæti hins vegar reynst olíufélögum hagstæðara að hefja rannsóknarboranir Noregsmegin á Jan Mayen-hryggnum. Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri hjá Deloitte, segir að norska ríkið endurgreiði allt að 78 prósent af kostnaði vegna leitar og rannsókna en íslenska ríkið hafi sennilega ekki efni á slíku. Íslendingar gætu þannig séð boranir hefjast Noregsmegin en ekki Íslandsmegin. „Ef fyrirtæki telja að það sé jafnmikill séns að finna olíu Íslandsmegin og Noregsmegin þá getur maður séð að fyrirtæki myndu frekar fara Noregsmegin út af þessum endurgreiðslureglum," segir Vala. Tengdar fréttir Noregi boðin aðild að sérleyfum á Drekasvæðinu Orkustofnun hefur boðið olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs að verða fjórðungsaðili að leitar- og vinnsluleyfum á Drekasvæðinu sem fyrirhugað er að úthluta í næsta mánuði. Norsk stjórnvöld hafa þrjátíu daga til að ákveða hvort þau vilji tilnefna olíufélag til þátttöku. Þetta er í samræmi við Jan Mayen-samkomlag Íslands og Noregs frá árinu 1981 sem kveður á um gagnkvæman 25 prósenta þátttökurétt í olíuvinnslu í lögsögu hvors annars á afmörkuðu samvinnusvæði á Jan Mayen-hryggnum. 31. október 2012 18:45 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Sjá meira
Olíuleit við Ísland mun skila verulegum fjölda starfa, jafnvel þótt engin olía finnist. Endurgreiðslur norska ríkisins vegna olíuleitar gætu hins vegar freistað olíufélaga til að bora fremur Noregsmegin á Jan Mayen-svæðinu. Þetta kom fram á ráðstefnu í Reykjavík í dag. Ert þú klár í olíufund? Þannig hljóðaði fundarboðið frá endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækinu Deloitte, en í lok þessa mánaðar er áformað að fyrstu leitar- og olíuvinnsluleyfi í lögsögu Íslands verði gefin út. Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri iðnaðar á verkfræðistofunni Mannviti, var meðal framsögumanna. Hann segir að Íslendingar hafi nú þegar mikið af þeim innviðum sem til þurfi vegna olíuleitar. Helst skorti þó tæknimenntað fólk, iðnaðarmenn, verkfræðinga og þess háttar. Íslendingar hafi margt annað sem hjálpi, til dæmis mikla reynslu af útgerð skipa og af jarðhitaborunum. En jafnvel þótt olían léti bíða eftir sér eru tækifærin engu að síður framundan hjá Íslendingum. Haukur segir að sú hafi verið reyndin hjá Færeyingum. Þótt þeir séu búnir að vera 10-14 ár í olíuleit, og ekki ennþá náð að finna olíu í vinnanlegu magni, þá sé olíuleit orðinn mjög sterkur iðnaður í Færeyjum. Framundan er olíuleit í lögsögu Íslands fyrir mörghundruð milljónir króna, ef ekki milljarða. „Bara olíuleitin sjálf mun skila okkur verulega auknum störfum," segir Haukur. Það gæti hins vegar reynst olíufélögum hagstæðara að hefja rannsóknarboranir Noregsmegin á Jan Mayen-hryggnum. Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri hjá Deloitte, segir að norska ríkið endurgreiði allt að 78 prósent af kostnaði vegna leitar og rannsókna en íslenska ríkið hafi sennilega ekki efni á slíku. Íslendingar gætu þannig séð boranir hefjast Noregsmegin en ekki Íslandsmegin. „Ef fyrirtæki telja að það sé jafnmikill séns að finna olíu Íslandsmegin og Noregsmegin þá getur maður séð að fyrirtæki myndu frekar fara Noregsmegin út af þessum endurgreiðslureglum," segir Vala.
Tengdar fréttir Noregi boðin aðild að sérleyfum á Drekasvæðinu Orkustofnun hefur boðið olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs að verða fjórðungsaðili að leitar- og vinnsluleyfum á Drekasvæðinu sem fyrirhugað er að úthluta í næsta mánuði. Norsk stjórnvöld hafa þrjátíu daga til að ákveða hvort þau vilji tilnefna olíufélag til þátttöku. Þetta er í samræmi við Jan Mayen-samkomlag Íslands og Noregs frá árinu 1981 sem kveður á um gagnkvæman 25 prósenta þátttökurétt í olíuvinnslu í lögsögu hvors annars á afmörkuðu samvinnusvæði á Jan Mayen-hryggnum. 31. október 2012 18:45 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Sjá meira
Noregi boðin aðild að sérleyfum á Drekasvæðinu Orkustofnun hefur boðið olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs að verða fjórðungsaðili að leitar- og vinnsluleyfum á Drekasvæðinu sem fyrirhugað er að úthluta í næsta mánuði. Norsk stjórnvöld hafa þrjátíu daga til að ákveða hvort þau vilji tilnefna olíufélag til þátttöku. Þetta er í samræmi við Jan Mayen-samkomlag Íslands og Noregs frá árinu 1981 sem kveður á um gagnkvæman 25 prósenta þátttökurétt í olíuvinnslu í lögsögu hvors annars á afmörkuðu samvinnusvæði á Jan Mayen-hryggnum. 31. október 2012 18:45