Svona ná þeir olíunni upp innan átta ára Kristján Már Unnarsson skrifar 7. janúar 2013 18:45 Vinnsluskip, í líkingu við það sem tekið var í notkun á Skarfs-olíusvæðinu undan Norður-Noregi nú um áramótin, þykir líklegasta aðferðin til að vinna olíu og gas af Drekasvæðinu. Forstjóri Faroe-olíufélagsins segir að með slíkri lausn megi hefja olíuvinnsluna eftir sjö til átta ár, eða mun fyrr en með eldri aðferðum. Afhending fyrstu sérleyfanna á föstudag markaði upphaf olíustarfseminnar á Drekasvæðinu og áætlanir beggja leyfishafa gera ráð fyrir að næstu ár verði notuð til hljóðbylgjumælinga. Rannsóknaráætlun Faroe-hópsins er stífari en hjá Valiant-hópnum, og gerir forstjóri Faroe ráð fyrir að fyrsti borpallur geti verið kominn eftir þrjú til fjögur ár, meðan leitarstjóri Valiant segir fyrsta pall 2017-2018, eftir fjögur til fimm ár. Gera má ráð fyrir að fljótandi leitarpallur í líkingu við Aker Barents verði notaður, en þar sem slíkir pallar geta jafnframt þjónað sem vinnslupallar er fræðilegur möguleiki á að olíuvinnslan hefjist innan fjögurra ára. Finnist olía eða gas telja sérfræðingar beggja leyfishafa hins vegar líklegast að sérsmíðað vinnsluskip komi á Drekann. Graham Stewart, forstjóri Faroe Petroleum, segir í fréttum Stöðvar 2 að svæðið sé langt úti í hafi og á miklu hafdýpi og þessvegna sé líklegt að farið verði í fljótandi vinnslu og fljótandi lausnir við geymslu og flutning. Þær sé hægt að vinna tiltölulega hratt miðað við ef föst mannvirki yrðu smíðuð. Þannig yrði eftir kannski 7-8 ár unnt að hefja olíuframleiðslu á landgrunni Íslands. Þetta yrði þá svipuð lausn og á nýjustu olíu- og gassvæðum Norðmanna, eins og Skarv, sem liggur um 210 kílómetra frá þjónustubæjunum Sandnessjöen og Brönnöysund á Hálogalandi. Frá Drekasvæðinu til samanburðar er fjarlægðin frá leitarsvæðum Valiant og Faroe um 360 kílómetrar til hafnar og flugvallar við Langanes, þeirra sem næst liggja. Skipið á Skarv-svæðinu hóf vinnsluna nú um áramótin en það tekur við olíu frá fjarstýrðum stöðvum á hafsbotni. Olíuskip sækja svo olíuna í vinnsluskipið en gasinu er dælt áfram um neðansjávarleiðslur til lands. Þyrlur eru í stöðugum flutningum með starfsmenn milli skipsins og þyrlumiðstöðvar í Brönnöysund, þar sem hótel hafa byggst upp, en þjónustuskip sigla svo reglulega með rekstrarvörur frá Sandnessjöen. Það má vel ímynda sér að þróunin í byggðum á norðaustanverðu Íslandi geti orðið svipuð. Í Sandnessjöen var gamla fiskihöfnin nýtt í byrjun til að þjónusta borpalla en þegar ákveðið var að hefja vinnslu voru ný höfn og iðnaðarsvæði sérstaklega byggð upp til að þjónusta vinnsluskipið. Stöð 2 heimsótti Sandnessjöen í fyrra og birti þaðan þessa frétt um áhrifin þar. Reynist auðlindirnar stórar telja sérfræðingar olíuleitarfélaganna koma til greina að neðansjávarleiðsla verði lögð frá Drekasvæðinu alla leið til lands. Styst yrði að leggja leiðsluna til Langaness, ef eyjan Jan Mayen er undanskilin. Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Sjá meira
Vinnsluskip, í líkingu við það sem tekið var í notkun á Skarfs-olíusvæðinu undan Norður-Noregi nú um áramótin, þykir líklegasta aðferðin til að vinna olíu og gas af Drekasvæðinu. Forstjóri Faroe-olíufélagsins segir að með slíkri lausn megi hefja olíuvinnsluna eftir sjö til átta ár, eða mun fyrr en með eldri aðferðum. Afhending fyrstu sérleyfanna á föstudag markaði upphaf olíustarfseminnar á Drekasvæðinu og áætlanir beggja leyfishafa gera ráð fyrir að næstu ár verði notuð til hljóðbylgjumælinga. Rannsóknaráætlun Faroe-hópsins er stífari en hjá Valiant-hópnum, og gerir forstjóri Faroe ráð fyrir að fyrsti borpallur geti verið kominn eftir þrjú til fjögur ár, meðan leitarstjóri Valiant segir fyrsta pall 2017-2018, eftir fjögur til fimm ár. Gera má ráð fyrir að fljótandi leitarpallur í líkingu við Aker Barents verði notaður, en þar sem slíkir pallar geta jafnframt þjónað sem vinnslupallar er fræðilegur möguleiki á að olíuvinnslan hefjist innan fjögurra ára. Finnist olía eða gas telja sérfræðingar beggja leyfishafa hins vegar líklegast að sérsmíðað vinnsluskip komi á Drekann. Graham Stewart, forstjóri Faroe Petroleum, segir í fréttum Stöðvar 2 að svæðið sé langt úti í hafi og á miklu hafdýpi og þessvegna sé líklegt að farið verði í fljótandi vinnslu og fljótandi lausnir við geymslu og flutning. Þær sé hægt að vinna tiltölulega hratt miðað við ef föst mannvirki yrðu smíðuð. Þannig yrði eftir kannski 7-8 ár unnt að hefja olíuframleiðslu á landgrunni Íslands. Þetta yrði þá svipuð lausn og á nýjustu olíu- og gassvæðum Norðmanna, eins og Skarv, sem liggur um 210 kílómetra frá þjónustubæjunum Sandnessjöen og Brönnöysund á Hálogalandi. Frá Drekasvæðinu til samanburðar er fjarlægðin frá leitarsvæðum Valiant og Faroe um 360 kílómetrar til hafnar og flugvallar við Langanes, þeirra sem næst liggja. Skipið á Skarv-svæðinu hóf vinnsluna nú um áramótin en það tekur við olíu frá fjarstýrðum stöðvum á hafsbotni. Olíuskip sækja svo olíuna í vinnsluskipið en gasinu er dælt áfram um neðansjávarleiðslur til lands. Þyrlur eru í stöðugum flutningum með starfsmenn milli skipsins og þyrlumiðstöðvar í Brönnöysund, þar sem hótel hafa byggst upp, en þjónustuskip sigla svo reglulega með rekstrarvörur frá Sandnessjöen. Það má vel ímynda sér að þróunin í byggðum á norðaustanverðu Íslandi geti orðið svipuð. Í Sandnessjöen var gamla fiskihöfnin nýtt í byrjun til að þjónusta borpalla en þegar ákveðið var að hefja vinnslu voru ný höfn og iðnaðarsvæði sérstaklega byggð upp til að þjónusta vinnsluskipið. Stöð 2 heimsótti Sandnessjöen í fyrra og birti þaðan þessa frétt um áhrifin þar. Reynist auðlindirnar stórar telja sérfræðingar olíuleitarfélaganna koma til greina að neðansjávarleiðsla verði lögð frá Drekasvæðinu alla leið til lands. Styst yrði að leggja leiðsluna til Langaness, ef eyjan Jan Mayen er undanskilin.
Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent