Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2011 20:34 Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. Sandnessjøen og Brønnøysund eru bæir sem nú þjónusta ný vinnslusvæði í Noregshafi eins og Luva, Skarv og Norne. Þarna eru aðstæður einna líkastar því sem ætla má að verði hér á landi, ef vinnsla hefst á Drekasvæðinu. Þetta eru fimm til sex þúsund manna bæir, álíka norðarlega og Vopnafjörður, og vinnslusvæðin álíka langt útí hafi. Sandnessjøen byrjaði sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit, þar sem gamla höfnin var nýtt, og hafa fylgt því um 50 ársverk síðustu tíu ár. Nú í haust er vinnsla að hefjast, eitt gasvinnsluskip á Skarven-svæðinu kallar eitt og sér á tvöhundruð ný störf í landi, og í Sandnessjøen byggist nú upp nýtt iðnaðar- og hafnarsvæði. Petro Arctic eru samtök fyrirtækja og sveitarfélaga sem vinna að því að tryggja að uppbygging verði í Norður-Noregi vegna olíuiðnaðarins. Talsmaður þeirra á Hálogalandi, Eirik Hansen, segir að nú sé mikið fjárfest og uppbygging á nýjum vinnslusvæðum, og nú fari þetta að skila árangri. Rétt eins og á Íslandi eru þetta samfélög sem lengi hafa búið við fólksflótta til þéttbýlisisins fyrir sunnan, til borga eins og Óslóar, Stafangurs og Þrándheims, en oddviti sveitarfélagsins Alstahaug, Bård Anders Langø, segir að nú hafi það snúist við. ,,Hjá okkur eru jákvæðir búferlaflutningar. Unga fólkið kemur til baka, það bjóðast störf fyrir hæft fólk. Fólk á mínum aldri flytur hingað aftur og tekur fjölskylduna með. Það kaupir hús og fær sér vinnu sem hæfir þeirri menntun sem það hefur aflað sér;" segir oddvitinn. Fasteignaverð hefur rokið upp og tvöfaldast á fimm árum. ,,Það ríkir bjartsýni og eftirvænting um framtíðina," segir Eirik Hansen hjá Petro Arctic. Það eru sennilega einhver ár í það að við fáum því svarað hvort olíupeningar eigi eftir að flæða inn í íslenskar byggðir. Fyrstu vísbendingar gætum við þó fengið strax í apríl í vor þegar við sjáum hvort einhver olíufélög bjóði í Drekasvæðið. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. Sandnessjøen og Brønnøysund eru bæir sem nú þjónusta ný vinnslusvæði í Noregshafi eins og Luva, Skarv og Norne. Þarna eru aðstæður einna líkastar því sem ætla má að verði hér á landi, ef vinnsla hefst á Drekasvæðinu. Þetta eru fimm til sex þúsund manna bæir, álíka norðarlega og Vopnafjörður, og vinnslusvæðin álíka langt útí hafi. Sandnessjøen byrjaði sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit, þar sem gamla höfnin var nýtt, og hafa fylgt því um 50 ársverk síðustu tíu ár. Nú í haust er vinnsla að hefjast, eitt gasvinnsluskip á Skarven-svæðinu kallar eitt og sér á tvöhundruð ný störf í landi, og í Sandnessjøen byggist nú upp nýtt iðnaðar- og hafnarsvæði. Petro Arctic eru samtök fyrirtækja og sveitarfélaga sem vinna að því að tryggja að uppbygging verði í Norður-Noregi vegna olíuiðnaðarins. Talsmaður þeirra á Hálogalandi, Eirik Hansen, segir að nú sé mikið fjárfest og uppbygging á nýjum vinnslusvæðum, og nú fari þetta að skila árangri. Rétt eins og á Íslandi eru þetta samfélög sem lengi hafa búið við fólksflótta til þéttbýlisisins fyrir sunnan, til borga eins og Óslóar, Stafangurs og Þrándheims, en oddviti sveitarfélagsins Alstahaug, Bård Anders Langø, segir að nú hafi það snúist við. ,,Hjá okkur eru jákvæðir búferlaflutningar. Unga fólkið kemur til baka, það bjóðast störf fyrir hæft fólk. Fólk á mínum aldri flytur hingað aftur og tekur fjölskylduna með. Það kaupir hús og fær sér vinnu sem hæfir þeirri menntun sem það hefur aflað sér;" segir oddvitinn. Fasteignaverð hefur rokið upp og tvöfaldast á fimm árum. ,,Það ríkir bjartsýni og eftirvænting um framtíðina," segir Eirik Hansen hjá Petro Arctic. Það eru sennilega einhver ár í það að við fáum því svarað hvort olíupeningar eigi eftir að flæða inn í íslenskar byggðir. Fyrstu vísbendingar gætum við þó fengið strax í apríl í vor þegar við sjáum hvort einhver olíufélög bjóði í Drekasvæðið.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira