Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2011 20:34 Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. Sandnessjøen og Brønnøysund eru bæir sem nú þjónusta ný vinnslusvæði í Noregshafi eins og Luva, Skarv og Norne. Þarna eru aðstæður einna líkastar því sem ætla má að verði hér á landi, ef vinnsla hefst á Drekasvæðinu. Þetta eru fimm til sex þúsund manna bæir, álíka norðarlega og Vopnafjörður, og vinnslusvæðin álíka langt útí hafi. Sandnessjøen byrjaði sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit, þar sem gamla höfnin var nýtt, og hafa fylgt því um 50 ársverk síðustu tíu ár. Nú í haust er vinnsla að hefjast, eitt gasvinnsluskip á Skarven-svæðinu kallar eitt og sér á tvöhundruð ný störf í landi, og í Sandnessjøen byggist nú upp nýtt iðnaðar- og hafnarsvæði. Petro Arctic eru samtök fyrirtækja og sveitarfélaga sem vinna að því að tryggja að uppbygging verði í Norður-Noregi vegna olíuiðnaðarins. Talsmaður þeirra á Hálogalandi, Eirik Hansen, segir að nú sé mikið fjárfest og uppbygging á nýjum vinnslusvæðum, og nú fari þetta að skila árangri. Rétt eins og á Íslandi eru þetta samfélög sem lengi hafa búið við fólksflótta til þéttbýlisisins fyrir sunnan, til borga eins og Óslóar, Stafangurs og Þrándheims, en oddviti sveitarfélagsins Alstahaug, Bård Anders Langø, segir að nú hafi það snúist við. ,,Hjá okkur eru jákvæðir búferlaflutningar. Unga fólkið kemur til baka, það bjóðast störf fyrir hæft fólk. Fólk á mínum aldri flytur hingað aftur og tekur fjölskylduna með. Það kaupir hús og fær sér vinnu sem hæfir þeirri menntun sem það hefur aflað sér;" segir oddvitinn. Fasteignaverð hefur rokið upp og tvöfaldast á fimm árum. ,,Það ríkir bjartsýni og eftirvænting um framtíðina," segir Eirik Hansen hjá Petro Arctic. Það eru sennilega einhver ár í það að við fáum því svarað hvort olíupeningar eigi eftir að flæða inn í íslenskar byggðir. Fyrstu vísbendingar gætum við þó fengið strax í apríl í vor þegar við sjáum hvort einhver olíufélög bjóði í Drekasvæðið. Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Sjá meira
Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. Sandnessjøen og Brønnøysund eru bæir sem nú þjónusta ný vinnslusvæði í Noregshafi eins og Luva, Skarv og Norne. Þarna eru aðstæður einna líkastar því sem ætla má að verði hér á landi, ef vinnsla hefst á Drekasvæðinu. Þetta eru fimm til sex þúsund manna bæir, álíka norðarlega og Vopnafjörður, og vinnslusvæðin álíka langt útí hafi. Sandnessjøen byrjaði sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit, þar sem gamla höfnin var nýtt, og hafa fylgt því um 50 ársverk síðustu tíu ár. Nú í haust er vinnsla að hefjast, eitt gasvinnsluskip á Skarven-svæðinu kallar eitt og sér á tvöhundruð ný störf í landi, og í Sandnessjøen byggist nú upp nýtt iðnaðar- og hafnarsvæði. Petro Arctic eru samtök fyrirtækja og sveitarfélaga sem vinna að því að tryggja að uppbygging verði í Norður-Noregi vegna olíuiðnaðarins. Talsmaður þeirra á Hálogalandi, Eirik Hansen, segir að nú sé mikið fjárfest og uppbygging á nýjum vinnslusvæðum, og nú fari þetta að skila árangri. Rétt eins og á Íslandi eru þetta samfélög sem lengi hafa búið við fólksflótta til þéttbýlisisins fyrir sunnan, til borga eins og Óslóar, Stafangurs og Þrándheims, en oddviti sveitarfélagsins Alstahaug, Bård Anders Langø, segir að nú hafi það snúist við. ,,Hjá okkur eru jákvæðir búferlaflutningar. Unga fólkið kemur til baka, það bjóðast störf fyrir hæft fólk. Fólk á mínum aldri flytur hingað aftur og tekur fjölskylduna með. Það kaupir hús og fær sér vinnu sem hæfir þeirri menntun sem það hefur aflað sér;" segir oddvitinn. Fasteignaverð hefur rokið upp og tvöfaldast á fimm árum. ,,Það ríkir bjartsýni og eftirvænting um framtíðina," segir Eirik Hansen hjá Petro Arctic. Það eru sennilega einhver ár í það að við fáum því svarað hvort olíupeningar eigi eftir að flæða inn í íslenskar byggðir. Fyrstu vísbendingar gætum við þó fengið strax í apríl í vor þegar við sjáum hvort einhver olíufélög bjóði í Drekasvæðið.
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Sjá meira