Erlent

Olíuborpallurinn við Kodiak eyju kominn á flot

Tekist hefur að draga strandaðan olíuborpall Shell-olíufélagsins við Kodiak eyju í Alaska aftur flot.

Olíuborpallurinn strandaði um áramótin þegar verið var að draga hann framhjá eyjunni. Þá slituðu dráttarvírar hans í aftakaveðri. Verið var að flytja pallinn til Seattle til viðhalds.

Um borð í olíuborpallinum eru nær 600.000 lítrar af eldsneyti að mestu dísilolía. Björgunarmennirnir sem komu olíuborpallinum á flot segja að engin merki séu um að olían hafi lekið út.

Ástand olíuborpallsins verður kannað náið áður en haldið verður áfram með hann til Seattle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×