Erlent

David Bowie snýr aftur - nýtt lag og myndband

Breski tónlistarmaðurinn David Bowie rauf áralanga þögn sína í gær þegar nýtt lag eftir hann birtist í vefverslun Apple, iTunes. Smáskífan ber heitið „Where Are We Now?" og er af væntanlegri plötu Bowie, „The Next Day."

Tónlistargagnrýnendur hafa farið fögrum orðum um þetta nýjasta útspil Bowie, augljóst sé að rokkarinn, sem er 66 ára gamall, hafi ekki gleymt neinu.

Á sama tíma og smáskífan birtist í iTunes birti Bowie myndband við lagið á heimasíðu sinni ásamt skilaboðum til aðdáenda sinna.

Hægt er að nálgast myndbandið hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×