Erlent

Leikarinn Depardieu mætti ekki fyrir rétt í París

Franski leikarinn Gerard Depardieu mætti ekki fyrir rétt í París í gærdag þar sem tekin var fyrir ákæra gegn honum fyrir ölvunarakstur. Í staðinn eyddi leikarinn deginum í Montenegro.

Dómarinn í málinu hafnaði hinsvegar beiðni lögmanns Depardieu um frestun á málinu. Það þýðir að leikarinn þarf nú að mæta fyrir glæpadómstól þar sem búast má við að hann fái harðari dóm en ella.

Depardieu segir að hann sé ekki á flótta undan réttvísinni í Frakklandi en hafi orðið að mæta í kvikmyndatökur í Montenegro.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×