Grunaður að minnsta kosti um tíu milljón króna fjársvik 4. júní 2013 11:36 Sigurður Ingi Þórðarson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir stórfelld fjársvik. Meðal annars á hann að hafa þóst vera bókaútgefandi auk þess sem uppljóstrunasamtökin WikiLeaks hafa kært hann. Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari, eins og hann var stundum kallaður, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald síðasta fimmtudag vegna gruns um stórfelld fjársvik. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er hann grunaður um að hafa svikið að minnsta kosti tíu milljónir króna út úr fjölmörgum aðilum. Sigurður virðist hafa spunnið nokkuð flókin blekkingavef. Meðal annars stofnaði hann eignarhaldsfélag sem hét næstum því það sama og lítil bókaútgáfa. Sigurður átti svo að hafa þóst vera bókaútgefandi og virðist hafa svikið vörur út í nafni fyrirtækisins, meðal annars frá tölvuverslun. Talsmaður WikiLeaks, kristinn Hrafnsson, kærði Sigurð Inga fyrir allnokkru fyrir fjársvik. Sigurður Ingi er þannig sakaður um að hafa hirt ágóðann af bolum til styrktar WikiLeaks þegar hann starfaði sem sjálfboðaliði fyrir samtökin í kringum árið 2010. Það mál var komið til ríkissaksóknara sem sendi svo málið aftur til lögreglu til frekari rannsóknar, þar sem það er statt nú ásamt öðrum kærum á hendur Sigurði. Sigurður komst raunar fyrst í fréttirnar hér á landi eftir að hann gaf Allsherjar- og menntamálanefnd skýrslu vegna aðkomu sinnar að stóra FBI-málinu svokallaða síðasta vetur. Sigurður gaf sig fram í bandaríska sendirráðinu sumarið 2011 og sagðist þá hafa upplýsingar um yfirvofandi árás á tölvukerfi stjórnarráðsins. Í kjölfarið komu fulltrúar alríkislögreglunnar hingað til lands og yfirheyrðu Sigurð Inga víðsvegar um borgina. Málið varð að pólitísku bitbeini vegna réttarbeiðni fulltrúa alríkislögreglunnar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafnaði á þeim forsendum að þeir væru hér á landi að rannsaka Wikileaks-samtökin en ekki hina meintu tölvuárás. Ástæða gæsluvarðhaldskröfunnar að koma í veg fyrir að hann torveldi rannsóknin á meðan reynt er að komast að því hversu umfangsmikið málið er, en búast má við að upphæðin geti hækkað að sögn lögreglu. Mál Sigga hakkara Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Sigurður Ingi Þórðarson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir stórfelld fjársvik. Meðal annars á hann að hafa þóst vera bókaútgefandi auk þess sem uppljóstrunasamtökin WikiLeaks hafa kært hann. Sigurður Ingi Þórðarson, eða Siggi hakkari, eins og hann var stundum kallaður, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald síðasta fimmtudag vegna gruns um stórfelld fjársvik. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er hann grunaður um að hafa svikið að minnsta kosti tíu milljónir króna út úr fjölmörgum aðilum. Sigurður virðist hafa spunnið nokkuð flókin blekkingavef. Meðal annars stofnaði hann eignarhaldsfélag sem hét næstum því það sama og lítil bókaútgáfa. Sigurður átti svo að hafa þóst vera bókaútgefandi og virðist hafa svikið vörur út í nafni fyrirtækisins, meðal annars frá tölvuverslun. Talsmaður WikiLeaks, kristinn Hrafnsson, kærði Sigurð Inga fyrir allnokkru fyrir fjársvik. Sigurður Ingi er þannig sakaður um að hafa hirt ágóðann af bolum til styrktar WikiLeaks þegar hann starfaði sem sjálfboðaliði fyrir samtökin í kringum árið 2010. Það mál var komið til ríkissaksóknara sem sendi svo málið aftur til lögreglu til frekari rannsóknar, þar sem það er statt nú ásamt öðrum kærum á hendur Sigurði. Sigurður komst raunar fyrst í fréttirnar hér á landi eftir að hann gaf Allsherjar- og menntamálanefnd skýrslu vegna aðkomu sinnar að stóra FBI-málinu svokallaða síðasta vetur. Sigurður gaf sig fram í bandaríska sendirráðinu sumarið 2011 og sagðist þá hafa upplýsingar um yfirvofandi árás á tölvukerfi stjórnarráðsins. Í kjölfarið komu fulltrúar alríkislögreglunnar hingað til lands og yfirheyrðu Sigurð Inga víðsvegar um borgina. Málið varð að pólitísku bitbeini vegna réttarbeiðni fulltrúa alríkislögreglunnar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafnaði á þeim forsendum að þeir væru hér á landi að rannsaka Wikileaks-samtökin en ekki hina meintu tölvuárás. Ástæða gæsluvarðhaldskröfunnar að koma í veg fyrir að hann torveldi rannsóknin á meðan reynt er að komast að því hversu umfangsmikið málið er, en búast má við að upphæðin geti hækkað að sögn lögreglu.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira