Ekki hægt að svipta brotleg fyrirtæki starfsréttindum Stígur Helgason skrifar 13. september 2013 07:00 Starfsmenn Seðlabankans og sérstaks saksóknara báru býsn af gögnum út úr höfuðstöðvum Samherja í fyrravor. Fréttablaðið/pjetur Ákvæði í lögum um gjaldeyrismál, sem kveður á um refsiábyrgð lögaðila, hvarf sporlaust úr lögunum þegar þeim var breytt árið 2008. Það þýðir að nú er ekki hægt að svipta brotleg fyrirtæki starfsréttindum eins og áður var. Þetta ráku Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, og starfsmenn hans sig nýverið á þegar þeir fóru að rýna í kæru Seðlabanka Íslands á hendur Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum. Kæran var lögð fram á hendur fyrirtækinu sjálfu en sérstakur saksóknari vísaði henni aftur til Seðlabankans þegar í ljós kom að hún byggði á ákvæði í 16. grein gjaldeyrislaganna sem var horfið úr lögunum. Ákvæðið var svohljóðandi: „Sé brot framið í þágu lögaðila er heimilt að beita stjórnendur lögaðilans framangreindum viðurlögum [sektum og allt að tveggja ára fangelsi] og einnig er heimilt að gera lögaðilanum sekt eða sviptingu starfsréttinda.“ Ekkert ákvæði af þessu tagi er nú að finna í 16. greininni, sem fjallar um refsingar við brotum, eða annars staðar í lögunum. Seðlabankinn sendi í vikunni nýja kæru til sérstaks saksóknara, nú á hendur stjórnendum Samherja en ekki fyrirtækinu sjálfu. Engar skýringar hafa hins vegar fengist á því hvers vegna ákvæðið um refsiábyrgð lögaðila var fjarlægt. Lagabreytingin 2008 fól einkum í sér að gjaldeyrishöftum var komið á í kjölfar bankahrunsins. Frumvarpið var unnið hratt í viðskiptaráðuneytinu, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra lagði það fram á þingi síðdegis 27. nóvember og það var afgreitt sem lög klukkan fimm nóttina eftir. Í greinargerð með frumvarpinu er ekki minnst á að þetta tiltekna ákvæði hafi verið fjarlægt. Það kom ekki til tals í þingumræðum og Ágúst Ólafur Ágústsson, sem var þá formaður viðskiptanefndar Alþingis, sagðist í samtali við Fréttablaðið á miðvikudag ekki reka minni til þess að þetta atriði hefði komið til tals á þeim örstutta tíma sem nefndin hafði frumvarpið til meðferðar. Þess sér heldur ekki stað í nefndarálitinu. Þá er ekki minnst á þetta í þeim tveimur erindum sem fylgdu málinu inn til þingsins, frá Seðlabankanum og viðskiptaráðuneytinu. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að frumvarpið hafi í aðalatriðum verið skrifað í Seðlabankanum og starfsmenn ráðuneytisins síðan slípað það til. „Ég get fullyrt að af hálfu okkar sem komu að þessu í ráðuneytinu var þetta klárlega ekki ásetningur og stóð ekki til með neinum hætti,“ segir hann. Fréttablaðið óskaði á miðvikudag eftir upplýsingum um málið frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem nú fer með málaflokkinn, en þær höfðu ekki borist í gærkvöldi.Enn mögulegt að beita sektum Í refsiákvæðinu er fjallað um að heimilt sé að leggja sektir á fyrirtæki sem brjóta gegn lögunum. Þótt ákvæðið sé nú horfið er Seðlabankanum engu að síður heimilt að leggja stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem sannanlega hafa brotið gegn lögunum. Það væri jafnvel hægt að gera þótt refsimál yrði einnig rekið gegn stjórnendunum Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Ákvæði í lögum um gjaldeyrismál, sem kveður á um refsiábyrgð lögaðila, hvarf sporlaust úr lögunum þegar þeim var breytt árið 2008. Það þýðir að nú er ekki hægt að svipta brotleg fyrirtæki starfsréttindum eins og áður var. Þetta ráku Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, og starfsmenn hans sig nýverið á þegar þeir fóru að rýna í kæru Seðlabanka Íslands á hendur Samherja fyrir brot á gjaldeyrislögum. Kæran var lögð fram á hendur fyrirtækinu sjálfu en sérstakur saksóknari vísaði henni aftur til Seðlabankans þegar í ljós kom að hún byggði á ákvæði í 16. grein gjaldeyrislaganna sem var horfið úr lögunum. Ákvæðið var svohljóðandi: „Sé brot framið í þágu lögaðila er heimilt að beita stjórnendur lögaðilans framangreindum viðurlögum [sektum og allt að tveggja ára fangelsi] og einnig er heimilt að gera lögaðilanum sekt eða sviptingu starfsréttinda.“ Ekkert ákvæði af þessu tagi er nú að finna í 16. greininni, sem fjallar um refsingar við brotum, eða annars staðar í lögunum. Seðlabankinn sendi í vikunni nýja kæru til sérstaks saksóknara, nú á hendur stjórnendum Samherja en ekki fyrirtækinu sjálfu. Engar skýringar hafa hins vegar fengist á því hvers vegna ákvæðið um refsiábyrgð lögaðila var fjarlægt. Lagabreytingin 2008 fól einkum í sér að gjaldeyrishöftum var komið á í kjölfar bankahrunsins. Frumvarpið var unnið hratt í viðskiptaráðuneytinu, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra lagði það fram á þingi síðdegis 27. nóvember og það var afgreitt sem lög klukkan fimm nóttina eftir. Í greinargerð með frumvarpinu er ekki minnst á að þetta tiltekna ákvæði hafi verið fjarlægt. Það kom ekki til tals í þingumræðum og Ágúst Ólafur Ágústsson, sem var þá formaður viðskiptanefndar Alþingis, sagðist í samtali við Fréttablaðið á miðvikudag ekki reka minni til þess að þetta atriði hefði komið til tals á þeim örstutta tíma sem nefndin hafði frumvarpið til meðferðar. Þess sér heldur ekki stað í nefndarálitinu. Þá er ekki minnst á þetta í þeim tveimur erindum sem fylgdu málinu inn til þingsins, frá Seðlabankanum og viðskiptaráðuneytinu. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að frumvarpið hafi í aðalatriðum verið skrifað í Seðlabankanum og starfsmenn ráðuneytisins síðan slípað það til. „Ég get fullyrt að af hálfu okkar sem komu að þessu í ráðuneytinu var þetta klárlega ekki ásetningur og stóð ekki til með neinum hætti,“ segir hann. Fréttablaðið óskaði á miðvikudag eftir upplýsingum um málið frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, sem nú fer með málaflokkinn, en þær höfðu ekki borist í gærkvöldi.Enn mögulegt að beita sektum Í refsiákvæðinu er fjallað um að heimilt sé að leggja sektir á fyrirtæki sem brjóta gegn lögunum. Þótt ákvæðið sé nú horfið er Seðlabankanum engu að síður heimilt að leggja stjórnvaldssektir á fyrirtæki sem sannanlega hafa brotið gegn lögunum. Það væri jafnvel hægt að gera þótt refsimál yrði einnig rekið gegn stjórnendunum
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira