Fótbolti

Ronaldinho spilar með Brasilíumönnum á Wembley

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ronaldinho fíflast á æfingu með Luiz Felipe Scolari á sínum tíma.
Ronaldinho fíflast á æfingu með Luiz Felipe Scolari á sínum tíma. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ronaldinho er í tuttugu manna hópi Brasilíumanna fyrir æfingaleik á móti Englendingum sem fer fram á Wembley 6. febrúar næstkomandi. Fjórir leikmenn Brasilíumanna spila með enskum félögum en sex þeirra leika í heimalandinu.

Luiz Felipe Scolari, fyrrum stjóri Chelsea, mun þarna stýra brasilíska liðinu í fyrsta sinn efrir að hann settist í þjálfarastólinn á ný.

Chelsea-mennirnir David Luiz, Ramires og Oscar eru í hópnum á ásamt Julio Cesar, markverði Queens Park Rangers. Ronaldinho spilar nú með Atletico Mineiro í heimalandinu. Hann er orðinn 32 ára gamall og hefur verið inn og út úr landsliðinu síðustu árin.

Luiz Felipe Scolari og Ronaldinho urðu saman heimsmeistarar árið 2002 en Scolari þjálfaði áður braslíska landsliðið frá 2001 til 2002. Ronaldinho hefur skorað 33 mörk í 94 landsleikjum fyrir Brasilíu en hann hefur aðeins spilað 7 landsleiki frá 2009.

Brasilíski landsliðshópurinn á Wembley:

Julio Cesar (QPR), Diego Alves (Valencia); Daniel Alves, Adriano (báðir í Barcelona), David Luiz (Chelsea), Dante (Bayern Munich), Leandro Castan (Roma), Miranda, Filipe Luis (báðir í Atletico Madrid); Ramires (Chelsea), Arouca (Santos), Paulinho (Corinthians), Hernanes (Lazio), Oscar (Chelsea), Ronaldinho (Atletico Mineiro), Lucas Moura (Paris St Germain); Hulk (Zenit St Petersburg), Neymar (Santos), Fred (Fluminense), Luis Fabiano (Sao Paulo).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×