Minna selst af sígarettum eftir miklar hækkanir Lovísa Eiríksdóttir skrifar 8. ágúst 2013 07:30 Í ár hefur sala á sígarettum minnkað um 10,4 prósent frá árinu 2012 en samdrátturinn nam einungis 2,9 prósentum milli áranna 2011 og 2012. Beint samband er á milli skattlagningar á tóbaki og neyslu þess. Sala á sígarettum hefur minnkað um 10,4% á þessu ári eftir mikla hækkun um áramót. „Skattur á tóbaki er vænlegasta leiðin til þess að draga úr neyslu tóbaks og það er greinilega samband þarna á milli,“ segir Viðar Jensson, verkefnastjóri í tóbaksvörnum hjá Embætti landlæknis. Sala á tóbaki hefur dregist saman um ellefu prósent á árinu. Tóbaksgjald var hækkað um fimmtán prósent um áramótin og hefur það aldrei verið hækkað jafn mikið.Viðar JenssonSem dæmi um áhrif tóbaksgjaldsins fór gjald ríkisins á sígarettupakkann úr 365,64 krónum árið 2012 í 439,83 krónur árið 2013, sem samsvarar um sautján prósenta hækkun. Nýjar tölur frá fjármálaráðuneytinu um greiðsluafkomu ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins sýna að tekjur af tóbaksgjaldi hafa aukist um 11,5 prósent frá því í fyrra. Hins vegar eru tekjurnar um tíu prósentum undir áætlun, sem rekja má til samdráttar í sölu. Viðar segir að alþjóðlegar rannsóknir hafi lengi sýnt fram á að auknar álögur dragi úr neyslu og sölu á tóbaki, en samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er aukin verðlagning á tóbak helsti áhrifavaldur þess að neysla á tóbaki dragist saman. „Þetta er afar ánægjuleg þróun en aukinn samdráttur tengist eflaust hækkun tóbaksgjaldsins. Nú hefur verð á tóbaki loksins hækkað umfram verðbólgu og því er verðið kannski fyrst að bíta núna.“ Embætti landlæknis hefur ekki tekið saman tölur um neyslu á tóbaki fyrir árið 2013 en Viðar á von á að niðurstaðan endurspegli nýjar sölutölur að einhverju leyti. Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá ÁTVR, segir að erfitt sé að fullyrða um ástæður samdráttar. „Auk skattahækkana getur samdráttur tengst kaupmætti, gengisbreytingum, forvörnum og öðru slíku.“ Í fyrra voru tekjur ríkisins af tóbaksgjaldi um fimm milljarðar króna en gjaldið er fyrst og fremst sett á til þess að koma til móts við beinan kostnað ríkisins af afleiðingum neyslu þessara vara. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Beint samband er á milli skattlagningar á tóbaki og neyslu þess. Sala á sígarettum hefur minnkað um 10,4% á þessu ári eftir mikla hækkun um áramót. „Skattur á tóbaki er vænlegasta leiðin til þess að draga úr neyslu tóbaks og það er greinilega samband þarna á milli,“ segir Viðar Jensson, verkefnastjóri í tóbaksvörnum hjá Embætti landlæknis. Sala á tóbaki hefur dregist saman um ellefu prósent á árinu. Tóbaksgjald var hækkað um fimmtán prósent um áramótin og hefur það aldrei verið hækkað jafn mikið.Viðar JenssonSem dæmi um áhrif tóbaksgjaldsins fór gjald ríkisins á sígarettupakkann úr 365,64 krónum árið 2012 í 439,83 krónur árið 2013, sem samsvarar um sautján prósenta hækkun. Nýjar tölur frá fjármálaráðuneytinu um greiðsluafkomu ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins sýna að tekjur af tóbaksgjaldi hafa aukist um 11,5 prósent frá því í fyrra. Hins vegar eru tekjurnar um tíu prósentum undir áætlun, sem rekja má til samdráttar í sölu. Viðar segir að alþjóðlegar rannsóknir hafi lengi sýnt fram á að auknar álögur dragi úr neyslu og sölu á tóbaki, en samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er aukin verðlagning á tóbak helsti áhrifavaldur þess að neysla á tóbaki dragist saman. „Þetta er afar ánægjuleg þróun en aukinn samdráttur tengist eflaust hækkun tóbaksgjaldsins. Nú hefur verð á tóbaki loksins hækkað umfram verðbólgu og því er verðið kannski fyrst að bíta núna.“ Embætti landlæknis hefur ekki tekið saman tölur um neyslu á tóbaki fyrir árið 2013 en Viðar á von á að niðurstaðan endurspegli nýjar sölutölur að einhverju leyti. Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá ÁTVR, segir að erfitt sé að fullyrða um ástæður samdráttar. „Auk skattahækkana getur samdráttur tengst kaupmætti, gengisbreytingum, forvörnum og öðru slíku.“ Í fyrra voru tekjur ríkisins af tóbaksgjaldi um fimm milljarðar króna en gjaldið er fyrst og fremst sett á til þess að koma til móts við beinan kostnað ríkisins af afleiðingum neyslu þessara vara.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira