Gerum ráð fyrir sterkri deild Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. janúar 2013 06:00 Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir og Edda Garðarsdóttir eru komnar til Chelsea og Katrín Ómarsdóttir er komin til Liverpoool. Þrjár íslenskar knattspyrnukonur hafa nýverið gengið í raðir fornfrægra enskra knattspyrnufélaga, nú síðast þær Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir sem sömdu við Chelsea í síðustu viku. Áður hafði Katrín Ómarsdóttir farið til Liverpool. Bæði félög eiga kvennalið í efstu deild á Englandi, sem nefnist Women's Super League – eða WSL. Um er að ræða átta liða deild sem er skilgreind sem hálf-atvinnumannadeild. Þetta er efsta deild í kvennaboltanum á Englandi og enn sem komið er ekki hægt að falla úr deildinni, né heldur að vinna sér sæti í henni. Auk hefðbundinnar deildarkeppni er spilað í tveimur bikarkeppnum yfir tímabilið. „Þetta er nýtt fyrirkomulag og ný deild," sagði Ólína Guðbjörg við Fréttablaðið og bætti við að þær væru í raun að renna blint í sjóinn. „Við þekkjum engan sem hefur spilað í deildinni en höfum þó heyrt að styrkleikinn sé svipaður og í Svíþjóð. Ensk lið, eins og Arsenal, hafa þó náð langt á undanförnum árum og við gerum ráð fyrir sterkri deild." Ólíkt neðri deildunum í enskri kvennaknattspyrnu hefst tímabilið í WSL að vori til og stendur fram á haust. Aðrar deildir fara fram yfir vetrarmánuðina, líkt og í karlaboltanum. Englendingar hafa náð góðum árangri í kvennaknattspyrnu síðustu ár eins og sést á árangri Arsenal í Meistaradeild Evrópu og enska landsliðsins. Bestu deildirnar voru starfræktar í Bandaríkjunum og Þýskalandi og því vildu forráðamenn enska knattspyrnusambandsins setja á stofn sterka deild í Englandi, sem gæti keppt um sterkustu leikmenn heims og aflað sér álíka vinsælda. Fyrsta tímabilið hófst vorið 2011 og síðan þá hefur bandaríska atvinnumannadeildin lagt upp laupana – í bili að minnsta kosti. Fleiri sterkir leikmenn hafa því komið til Englands að undanförnu og er því útlit fyrir spennandi tímabil í sumar. Tilgangurinn með því að láta tímabilið fara fram að sumri til var að laða fleiri áhorfendur á völlinn. Það virðist hafa tekist að hluta til og má til dæmis nefna að um fimm þúsund áhorfendur voru á viðureign Chelsea og Arsenal í apríl í fyrra. Hins vegar voru aðeins 132 á vellinum þegar Chelsea tók á móti Lincoln, stuttu áður. Algengt var að áhorfendur væru á milli 300 og 800 á leikjum Chelsea í fyrra. Ólína og Edda halda utan þann 1. febrúar næstkomandi og hefja þá æfingar fyrir tímabilið, sem hefst í lok mars. „Við vitum að við fáum frábæra æfingaaðstöðu sem við deilum með karlaliðinu og þá er þjálfarinn okkar [Emma Hayes] mjög góður og hefur starfað bæði hjá Arsenal og Bandaríkjunum. Það var í raun hún sem sannfærði okkur um að koma út. Hennar ætlun er að byggja upp eitt besta lið í heimi og hefur hún fengið fjármagn til þess næstu þrjú árin. Þetta virkaði því mjög spennandi," sagði Ólína. Hún segist þó ekki gera sér grein fyrir því hversu tengd karla- og kvennalið Chelsea eru. „Við spilum auðvitað ekki okkar heimaleiki á Stamford Bridge og ég hef ekki hugmynd um hvort við hittum Lampard og þessa karla í matsalnum," sagði hún og hló. „Þetta er þó stórt félag og verður spennandi að komast að því hvort kvennaliðið njóti góðs af því."Líkaminn í betra standi nú en fyrir óléttuna Ólína Guðbjörg og Edda eiga saman sjö mánaða stúlku og hefur Ólína því verið í fríi frá knattspyrnuiðkun síðasta árið eða svo. Hún segir þó að það hafi alltaf verið stefnan að taka knattspyrnuskóna fram á ný. „Ég er komin á fullt aftur og mér finnst líkaminn vera í betra standi nú en fyrir óléttuna. Að baki er þó mikil vinna en það var ætlunin hjá mér að spila fótbolta á ný – ef allt gengi vel hjá okkur sem varð svo raunin," sagði Ólína. Þær hafa undanfarin þrjú ár verið á mála hjá Örebro í Svíþjóð en félagið hafði ekki efni á að halda þeim lengur. „Fyrstu tvö árin voru frábær en félagið fór nánast á hausinn í fyrra. Það bitnaði á liðinu og verður gaman að komast í eitthvað annað en botnbaráttu." Ólína og Edda eru búnar að setja íbúð sína í Svíþjóð í útleigu og fara til Englands með „tvær ferðatöskur, barn og barnavagn" eins og Ólína orðaði það. „Það verður bara byrjað upp á nýtt," sagði hún. Ísland keppir á EM í Svíþjóð næsta sumar og Ólína segir að markmið hennar sé að vinna sér aftur sæti í íslenska landsliðinu. Fótbolti Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Þrjár íslenskar knattspyrnukonur hafa nýverið gengið í raðir fornfrægra enskra knattspyrnufélaga, nú síðast þær Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir sem sömdu við Chelsea í síðustu viku. Áður hafði Katrín Ómarsdóttir farið til Liverpool. Bæði félög eiga kvennalið í efstu deild á Englandi, sem nefnist Women's Super League – eða WSL. Um er að ræða átta liða deild sem er skilgreind sem hálf-atvinnumannadeild. Þetta er efsta deild í kvennaboltanum á Englandi og enn sem komið er ekki hægt að falla úr deildinni, né heldur að vinna sér sæti í henni. Auk hefðbundinnar deildarkeppni er spilað í tveimur bikarkeppnum yfir tímabilið. „Þetta er nýtt fyrirkomulag og ný deild," sagði Ólína Guðbjörg við Fréttablaðið og bætti við að þær væru í raun að renna blint í sjóinn. „Við þekkjum engan sem hefur spilað í deildinni en höfum þó heyrt að styrkleikinn sé svipaður og í Svíþjóð. Ensk lið, eins og Arsenal, hafa þó náð langt á undanförnum árum og við gerum ráð fyrir sterkri deild." Ólíkt neðri deildunum í enskri kvennaknattspyrnu hefst tímabilið í WSL að vori til og stendur fram á haust. Aðrar deildir fara fram yfir vetrarmánuðina, líkt og í karlaboltanum. Englendingar hafa náð góðum árangri í kvennaknattspyrnu síðustu ár eins og sést á árangri Arsenal í Meistaradeild Evrópu og enska landsliðsins. Bestu deildirnar voru starfræktar í Bandaríkjunum og Þýskalandi og því vildu forráðamenn enska knattspyrnusambandsins setja á stofn sterka deild í Englandi, sem gæti keppt um sterkustu leikmenn heims og aflað sér álíka vinsælda. Fyrsta tímabilið hófst vorið 2011 og síðan þá hefur bandaríska atvinnumannadeildin lagt upp laupana – í bili að minnsta kosti. Fleiri sterkir leikmenn hafa því komið til Englands að undanförnu og er því útlit fyrir spennandi tímabil í sumar. Tilgangurinn með því að láta tímabilið fara fram að sumri til var að laða fleiri áhorfendur á völlinn. Það virðist hafa tekist að hluta til og má til dæmis nefna að um fimm þúsund áhorfendur voru á viðureign Chelsea og Arsenal í apríl í fyrra. Hins vegar voru aðeins 132 á vellinum þegar Chelsea tók á móti Lincoln, stuttu áður. Algengt var að áhorfendur væru á milli 300 og 800 á leikjum Chelsea í fyrra. Ólína og Edda halda utan þann 1. febrúar næstkomandi og hefja þá æfingar fyrir tímabilið, sem hefst í lok mars. „Við vitum að við fáum frábæra æfingaaðstöðu sem við deilum með karlaliðinu og þá er þjálfarinn okkar [Emma Hayes] mjög góður og hefur starfað bæði hjá Arsenal og Bandaríkjunum. Það var í raun hún sem sannfærði okkur um að koma út. Hennar ætlun er að byggja upp eitt besta lið í heimi og hefur hún fengið fjármagn til þess næstu þrjú árin. Þetta virkaði því mjög spennandi," sagði Ólína. Hún segist þó ekki gera sér grein fyrir því hversu tengd karla- og kvennalið Chelsea eru. „Við spilum auðvitað ekki okkar heimaleiki á Stamford Bridge og ég hef ekki hugmynd um hvort við hittum Lampard og þessa karla í matsalnum," sagði hún og hló. „Þetta er þó stórt félag og verður spennandi að komast að því hvort kvennaliðið njóti góðs af því."Líkaminn í betra standi nú en fyrir óléttuna Ólína Guðbjörg og Edda eiga saman sjö mánaða stúlku og hefur Ólína því verið í fríi frá knattspyrnuiðkun síðasta árið eða svo. Hún segir þó að það hafi alltaf verið stefnan að taka knattspyrnuskóna fram á ný. „Ég er komin á fullt aftur og mér finnst líkaminn vera í betra standi nú en fyrir óléttuna. Að baki er þó mikil vinna en það var ætlunin hjá mér að spila fótbolta á ný – ef allt gengi vel hjá okkur sem varð svo raunin," sagði Ólína. Þær hafa undanfarin þrjú ár verið á mála hjá Örebro í Svíþjóð en félagið hafði ekki efni á að halda þeim lengur. „Fyrstu tvö árin voru frábær en félagið fór nánast á hausinn í fyrra. Það bitnaði á liðinu og verður gaman að komast í eitthvað annað en botnbaráttu." Ólína og Edda eru búnar að setja íbúð sína í Svíþjóð í útleigu og fara til Englands með „tvær ferðatöskur, barn og barnavagn" eins og Ólína orðaði það. „Það verður bara byrjað upp á nýtt," sagði hún. Ísland keppir á EM í Svíþjóð næsta sumar og Ólína segir að markmið hennar sé að vinna sér aftur sæti í íslenska landsliðinu.
Fótbolti Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira