Hettuklæddir menn en engin lögga á vakt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2013 11:12 Grétar Ómarsson, íbúi í Vestmannaeyjum, hefur sent innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, skriflega fyrirspurn vegna atviks sem kom upp á Heimaey aðfaranótt þriðjudags. Svo virðist sem tveir ungir menn hafi gert tilraun til innbrots þegar Grétar greip inn í og gekk á þá með spurningum um hvað þeir væru að vilja á lóð nágranna síns. Eftir spjall við ungu mennina, sem reyndu að sannfæra Grétar um að þeir væru að heimsækja vin sinn, greip hann símann og hringdi í neyðarlínuna. Mennirnir yfirgáfu svæðið þegar þeir sáu Grétar grípa til símans. Svar Neyðarlínunnar til Grétars kom honum í opna skjöldu. „Þegar ég fékk það svar frá neyðarlínu að engin löggæsla væri á þessum tímum í Vestmannaeyjum var mér heldur betur brugðið, horfandi á eftir bílnum með drengjunum sem greinilega ætluðu sér að gera eitthvað annað en að fara í heimsókn til vinar." Fyrirspurn Grétars til innanríkisráðheraGrétar Ómarsson heiti ég og er 4 barna faðir, eiginmaður, fjölskyldumaður og að flestra mati ósköp venjulegur þjóðfélagsþegn sem greiðir skatta og skyldur til þjóðfélagsins. Ég og fjölskylda mín urðum fyrir þeirri skelfilegu reynslu klukkan 03:05 í nótt að komið var á bíl inn í botnlangann sem við búum í og bílnum snúið við og lagt við húsið mitt, greinilega til að flýta fyrir flótta út götunni ef svo bæri undir, út úr bílnum stíga 2 ungir drengir með hettu yfir hausnum, þeir labba inn á lóð nágranna míns sem er með 3 metra hátt grindverk hringinn í kringum húsið, þetta hef ég aldrei áður upplifað svo ég ákvað að ræða við þá. þegar ég kalla í þá hverfur annar þeirra en hinn drengurinn stoppar, ég spyr hann í hvaða erindagjörðum þeir væru á lóð nágranna míns og sagði þá drengurinn að þeir væru á leið til vinar síns. Ég vissi vel að þeir ættu enga vini á þessum slóðum enda væri enginn á þeirra aldri sem byggi hér í nágrenni við mig. Ég sagði þeim að þetta þætti mér skrítin aðferð að nálgast vin sinn ef þeir ætluðu að klifra yfir eitt af hæstu grindverkjum bæjarins til að heimsækja einhvern sem átti að vera þeirra vinur. Greinilegt var að þessir drengir voru í öðrum erindagjörðum en að fara í heimsókn til einhvers. Í framhaldi herjaði ég á þá spurningum sem sannfærðu mig að það eina rétta í stöðunni væri að hringja í 112 neyðarlínunna og tilkynna þessa drengi, um leið og þeir sáu að ég var kominn með símann hurfu þeir inn í bílinn og keyrðu burt af vettvangi. Það sem merkilegast var við þetta allt saman að þegar ég fékk samband við 112. bað ég fulltrúa neyðarlínunnar að gefa mér samband við Lögregluna í Vestmannaeyjum því það er jú eina löglega vopnið sem ég hef í svona aðstöðu, því okkur er meinað að taka lögin í eigin hendur ekki satt. Þegar ég fékk það svar frá neyðarlínu að engin löggæsla væri á þessum tímum í Vestmannaeyjum var mér heldur betur brugðið, horfandi á eftir bílnum með drengjunum sem greinilega ætluðu sér að gera eitthvað annað en að fara í heimsókn til vinar. Því spyr ég þig Ögmundur. 1) Getur þú gefið mér upp hver stefna ykkar er varðandi löggæslu hér í Vestmannaeyjum og einnig um alla landsbyggð? 2) Á ég að trúa því að ekki sé hægt að treysta á aðstoð lögreglu á tímum sem flestir óprúttnir einstaklingar ganga um og stunda innbrot eða annan gjörning? 3) Hvernig horfir þú á öryggi landans í þessum málum, heldur þú að glæpir séu einungis stundaðir í Reykjavík? 4) Ég er sjómaður og er að heiman svo mánuðum skiptir, á þeim tíma vill ég geta treyst á öryggi fjölskyldu minnar og annarra Eyjamanna og ekki síst landsmanna. Telur þú persónulega að öryggi mitt og barna minna sé í góðum höndum ef miðað er við núverandi fyrirkomulag hér í eyjum? 5) Hver er kostnaðarmunurinn að reka lögregluembættið í Eyjum eins og það er rekið í dag, eða ef vakt væri starfandi allan sólarhringinn? 6) Er það rétt að niðurskurður varðandi löggæslu og öryggismál hafi ekki náð botninum hér í eyjum, því hér ganga sögur um að leggja eigi niður sýslumannsembættið? 7) Telur þú að tíðni glæpa aukist ef fyrirkomulagið verður rekið á sama hátt og nú er? Ég veit að það er allt til staðar, rekstur lögreglustöðvar (húsnæðis) lækkar ekki með fækkun vakta lögreglumanna, lögreglubifreið er alltaf til staðar. Þannig að kostnaðurinn hlýtur að lyggja í tímavinnu lögreglumanna yfir hánótt, á sama tíma er öryggi bæjarbúa ógnað. Er þetta eðlileg forgangsröðun?. Ögmundur, er ekki eitthvað rangt við þetta? Tengdar fréttir Þrjú innbrot á meðan löggustöðin er lokuð "Hérna hefur verið sólarhringsvakt í áratugi. Þetta er áratugaafturför. Hérna er hávertíð, hundruð manna að vinna allan sólarhringinn en ekki lögregla nema hluta sólarhringsins. Í stærsta útgerðarbæ landsins." 13. mars 2013 11:37 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Grétar Ómarsson, íbúi í Vestmannaeyjum, hefur sent innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, skriflega fyrirspurn vegna atviks sem kom upp á Heimaey aðfaranótt þriðjudags. Svo virðist sem tveir ungir menn hafi gert tilraun til innbrots þegar Grétar greip inn í og gekk á þá með spurningum um hvað þeir væru að vilja á lóð nágranna síns. Eftir spjall við ungu mennina, sem reyndu að sannfæra Grétar um að þeir væru að heimsækja vin sinn, greip hann símann og hringdi í neyðarlínuna. Mennirnir yfirgáfu svæðið þegar þeir sáu Grétar grípa til símans. Svar Neyðarlínunnar til Grétars kom honum í opna skjöldu. „Þegar ég fékk það svar frá neyðarlínu að engin löggæsla væri á þessum tímum í Vestmannaeyjum var mér heldur betur brugðið, horfandi á eftir bílnum með drengjunum sem greinilega ætluðu sér að gera eitthvað annað en að fara í heimsókn til vinar." Fyrirspurn Grétars til innanríkisráðheraGrétar Ómarsson heiti ég og er 4 barna faðir, eiginmaður, fjölskyldumaður og að flestra mati ósköp venjulegur þjóðfélagsþegn sem greiðir skatta og skyldur til þjóðfélagsins. Ég og fjölskylda mín urðum fyrir þeirri skelfilegu reynslu klukkan 03:05 í nótt að komið var á bíl inn í botnlangann sem við búum í og bílnum snúið við og lagt við húsið mitt, greinilega til að flýta fyrir flótta út götunni ef svo bæri undir, út úr bílnum stíga 2 ungir drengir með hettu yfir hausnum, þeir labba inn á lóð nágranna míns sem er með 3 metra hátt grindverk hringinn í kringum húsið, þetta hef ég aldrei áður upplifað svo ég ákvað að ræða við þá. þegar ég kalla í þá hverfur annar þeirra en hinn drengurinn stoppar, ég spyr hann í hvaða erindagjörðum þeir væru á lóð nágranna míns og sagði þá drengurinn að þeir væru á leið til vinar síns. Ég vissi vel að þeir ættu enga vini á þessum slóðum enda væri enginn á þeirra aldri sem byggi hér í nágrenni við mig. Ég sagði þeim að þetta þætti mér skrítin aðferð að nálgast vin sinn ef þeir ætluðu að klifra yfir eitt af hæstu grindverkjum bæjarins til að heimsækja einhvern sem átti að vera þeirra vinur. Greinilegt var að þessir drengir voru í öðrum erindagjörðum en að fara í heimsókn til einhvers. Í framhaldi herjaði ég á þá spurningum sem sannfærðu mig að það eina rétta í stöðunni væri að hringja í 112 neyðarlínunna og tilkynna þessa drengi, um leið og þeir sáu að ég var kominn með símann hurfu þeir inn í bílinn og keyrðu burt af vettvangi. Það sem merkilegast var við þetta allt saman að þegar ég fékk samband við 112. bað ég fulltrúa neyðarlínunnar að gefa mér samband við Lögregluna í Vestmannaeyjum því það er jú eina löglega vopnið sem ég hef í svona aðstöðu, því okkur er meinað að taka lögin í eigin hendur ekki satt. Þegar ég fékk það svar frá neyðarlínu að engin löggæsla væri á þessum tímum í Vestmannaeyjum var mér heldur betur brugðið, horfandi á eftir bílnum með drengjunum sem greinilega ætluðu sér að gera eitthvað annað en að fara í heimsókn til vinar. Því spyr ég þig Ögmundur. 1) Getur þú gefið mér upp hver stefna ykkar er varðandi löggæslu hér í Vestmannaeyjum og einnig um alla landsbyggð? 2) Á ég að trúa því að ekki sé hægt að treysta á aðstoð lögreglu á tímum sem flestir óprúttnir einstaklingar ganga um og stunda innbrot eða annan gjörning? 3) Hvernig horfir þú á öryggi landans í þessum málum, heldur þú að glæpir séu einungis stundaðir í Reykjavík? 4) Ég er sjómaður og er að heiman svo mánuðum skiptir, á þeim tíma vill ég geta treyst á öryggi fjölskyldu minnar og annarra Eyjamanna og ekki síst landsmanna. Telur þú persónulega að öryggi mitt og barna minna sé í góðum höndum ef miðað er við núverandi fyrirkomulag hér í eyjum? 5) Hver er kostnaðarmunurinn að reka lögregluembættið í Eyjum eins og það er rekið í dag, eða ef vakt væri starfandi allan sólarhringinn? 6) Er það rétt að niðurskurður varðandi löggæslu og öryggismál hafi ekki náð botninum hér í eyjum, því hér ganga sögur um að leggja eigi niður sýslumannsembættið? 7) Telur þú að tíðni glæpa aukist ef fyrirkomulagið verður rekið á sama hátt og nú er? Ég veit að það er allt til staðar, rekstur lögreglustöðvar (húsnæðis) lækkar ekki með fækkun vakta lögreglumanna, lögreglubifreið er alltaf til staðar. Þannig að kostnaðurinn hlýtur að lyggja í tímavinnu lögreglumanna yfir hánótt, á sama tíma er öryggi bæjarbúa ógnað. Er þetta eðlileg forgangsröðun?. Ögmundur, er ekki eitthvað rangt við þetta?
Tengdar fréttir Þrjú innbrot á meðan löggustöðin er lokuð "Hérna hefur verið sólarhringsvakt í áratugi. Þetta er áratugaafturför. Hérna er hávertíð, hundruð manna að vinna allan sólarhringinn en ekki lögregla nema hluta sólarhringsins. Í stærsta útgerðarbæ landsins." 13. mars 2013 11:37 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Þrjú innbrot á meðan löggustöðin er lokuð "Hérna hefur verið sólarhringsvakt í áratugi. Þetta er áratugaafturför. Hérna er hávertíð, hundruð manna að vinna allan sólarhringinn en ekki lögregla nema hluta sólarhringsins. Í stærsta útgerðarbæ landsins." 13. mars 2013 11:37