Þrjú innbrot á meðan löggustöðin er lokuð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2013 11:37 „Hérna hefur verið sólarhringsvakt í áratugi. Þetta er áratugaafturför. Hérna er hávertíð, hundruð manna að vinna allan sólarhringinn en ekki lögregla nema hluta sólarhringsins. Í stærsta útgerðarbæ landsins." Þetta segir Pétur Steingrímsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Grétar Ómarsson, íbúi í Vestamannaeyjum, skrifaði innanríkisráðherra bréf í gær. Þar sagði hann frá því hvernig hann rak unga hettuklædda menn af lóð nágranna síns aðfaranótt þriðjudags. Í símtali sínu til Neyðarlínunnar hafi hann fengið þær upplýsingar að engin lögregla væri á vakt. „Það er allt rétt sem kemur fram í þessu bréfi," segir Pétur. Hann bendir á að þrjú innbrot hafi verið framin undanfarnar vikur í Eyjum. „Við höldum því fram að þau séu öll framin á þessum tíma sem stöðin er lokuð. Þau eru öll óupplýst," segir Pétur. Hann segir lögreglustöðinni vera lokað klukkan þrjú á nóttunni á virkum dögum og sé lokuð til sjö. Um helgar loki stöðin klukkan sex um morguninn en opni aftur klukkan tíu. Þannig loki lögreglustöðin rétt eftir að öldurhúsunum er lokað sem sé skrýtið. „Á góðviðrisdögum á sumrin þá er fullt af fólki í bænum og það fer ekkert heim um leið og pöbbunum er lokað," segir Pétur. Hann bendir á að ef kalla þurfi út lögreglumann taki það lágmark stundarfjórðung fyrir hann að koma sér á fætur, hafa sig til og mæta á vettvang. Hann segist hálfundrandi á því að íbúar í Vestmannaeyjum hafi ekki áttað sig á stöðu mála fyrr því svona hafi vaktirnar verið í tæp tvö ár. Á sama tíma hefur lögreglumönnum í Eyjum verið fækkað úr ellefu í átta. „Við erum að missa þrjá menn. Það er verið að skerða öryggi okkar úti á vettvangi," segir Pétur. Hann bætir við að áður hafi verið þrír menn á næturvakt en séu nú tveir. Niðurskurðurinn komi einnig niður á dagvaktinni. „við vorum tveir á dagvöktum en nú bara einn fyrir utan yfirlögregluþjóninn og lögreglufulltrúa sem sinnir rannsóknum. Þetta er örugglega svona víða á landinu," segir Pétur. Tengdar fréttir Hettuklæddir menn en engin lögga á vakt Grétar Ómarsson, íbúi í Vestmannaeyjum, hefur sent innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, skriflega fyrirspurn vegna atviks sem kom upp á Heimaey aðfaranótt þriðjudags. 13. mars 2013 11:12 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Sjá meira
„Hérna hefur verið sólarhringsvakt í áratugi. Þetta er áratugaafturför. Hérna er hávertíð, hundruð manna að vinna allan sólarhringinn en ekki lögregla nema hluta sólarhringsins. Í stærsta útgerðarbæ landsins." Þetta segir Pétur Steingrímsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Grétar Ómarsson, íbúi í Vestamannaeyjum, skrifaði innanríkisráðherra bréf í gær. Þar sagði hann frá því hvernig hann rak unga hettuklædda menn af lóð nágranna síns aðfaranótt þriðjudags. Í símtali sínu til Neyðarlínunnar hafi hann fengið þær upplýsingar að engin lögregla væri á vakt. „Það er allt rétt sem kemur fram í þessu bréfi," segir Pétur. Hann bendir á að þrjú innbrot hafi verið framin undanfarnar vikur í Eyjum. „Við höldum því fram að þau séu öll framin á þessum tíma sem stöðin er lokuð. Þau eru öll óupplýst," segir Pétur. Hann segir lögreglustöðinni vera lokað klukkan þrjú á nóttunni á virkum dögum og sé lokuð til sjö. Um helgar loki stöðin klukkan sex um morguninn en opni aftur klukkan tíu. Þannig loki lögreglustöðin rétt eftir að öldurhúsunum er lokað sem sé skrýtið. „Á góðviðrisdögum á sumrin þá er fullt af fólki í bænum og það fer ekkert heim um leið og pöbbunum er lokað," segir Pétur. Hann bendir á að ef kalla þurfi út lögreglumann taki það lágmark stundarfjórðung fyrir hann að koma sér á fætur, hafa sig til og mæta á vettvang. Hann segist hálfundrandi á því að íbúar í Vestmannaeyjum hafi ekki áttað sig á stöðu mála fyrr því svona hafi vaktirnar verið í tæp tvö ár. Á sama tíma hefur lögreglumönnum í Eyjum verið fækkað úr ellefu í átta. „Við erum að missa þrjá menn. Það er verið að skerða öryggi okkar úti á vettvangi," segir Pétur. Hann bætir við að áður hafi verið þrír menn á næturvakt en séu nú tveir. Niðurskurðurinn komi einnig niður á dagvaktinni. „við vorum tveir á dagvöktum en nú bara einn fyrir utan yfirlögregluþjóninn og lögreglufulltrúa sem sinnir rannsóknum. Þetta er örugglega svona víða á landinu," segir Pétur.
Tengdar fréttir Hettuklæddir menn en engin lögga á vakt Grétar Ómarsson, íbúi í Vestmannaeyjum, hefur sent innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, skriflega fyrirspurn vegna atviks sem kom upp á Heimaey aðfaranótt þriðjudags. 13. mars 2013 11:12 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Sjá meira
Hettuklæddir menn en engin lögga á vakt Grétar Ómarsson, íbúi í Vestmannaeyjum, hefur sent innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, skriflega fyrirspurn vegna atviks sem kom upp á Heimaey aðfaranótt þriðjudags. 13. mars 2013 11:12