Þrjú innbrot á meðan löggustöðin er lokuð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2013 11:37 „Hérna hefur verið sólarhringsvakt í áratugi. Þetta er áratugaafturför. Hérna er hávertíð, hundruð manna að vinna allan sólarhringinn en ekki lögregla nema hluta sólarhringsins. Í stærsta útgerðarbæ landsins." Þetta segir Pétur Steingrímsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Grétar Ómarsson, íbúi í Vestamannaeyjum, skrifaði innanríkisráðherra bréf í gær. Þar sagði hann frá því hvernig hann rak unga hettuklædda menn af lóð nágranna síns aðfaranótt þriðjudags. Í símtali sínu til Neyðarlínunnar hafi hann fengið þær upplýsingar að engin lögregla væri á vakt. „Það er allt rétt sem kemur fram í þessu bréfi," segir Pétur. Hann bendir á að þrjú innbrot hafi verið framin undanfarnar vikur í Eyjum. „Við höldum því fram að þau séu öll framin á þessum tíma sem stöðin er lokuð. Þau eru öll óupplýst," segir Pétur. Hann segir lögreglustöðinni vera lokað klukkan þrjú á nóttunni á virkum dögum og sé lokuð til sjö. Um helgar loki stöðin klukkan sex um morguninn en opni aftur klukkan tíu. Þannig loki lögreglustöðin rétt eftir að öldurhúsunum er lokað sem sé skrýtið. „Á góðviðrisdögum á sumrin þá er fullt af fólki í bænum og það fer ekkert heim um leið og pöbbunum er lokað," segir Pétur. Hann bendir á að ef kalla þurfi út lögreglumann taki það lágmark stundarfjórðung fyrir hann að koma sér á fætur, hafa sig til og mæta á vettvang. Hann segist hálfundrandi á því að íbúar í Vestmannaeyjum hafi ekki áttað sig á stöðu mála fyrr því svona hafi vaktirnar verið í tæp tvö ár. Á sama tíma hefur lögreglumönnum í Eyjum verið fækkað úr ellefu í átta. „Við erum að missa þrjá menn. Það er verið að skerða öryggi okkar úti á vettvangi," segir Pétur. Hann bætir við að áður hafi verið þrír menn á næturvakt en séu nú tveir. Niðurskurðurinn komi einnig niður á dagvaktinni. „við vorum tveir á dagvöktum en nú bara einn fyrir utan yfirlögregluþjóninn og lögreglufulltrúa sem sinnir rannsóknum. Þetta er örugglega svona víða á landinu," segir Pétur. Tengdar fréttir Hettuklæddir menn en engin lögga á vakt Grétar Ómarsson, íbúi í Vestmannaeyjum, hefur sent innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, skriflega fyrirspurn vegna atviks sem kom upp á Heimaey aðfaranótt þriðjudags. 13. mars 2013 11:12 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Sjá meira
„Hérna hefur verið sólarhringsvakt í áratugi. Þetta er áratugaafturför. Hérna er hávertíð, hundruð manna að vinna allan sólarhringinn en ekki lögregla nema hluta sólarhringsins. Í stærsta útgerðarbæ landsins." Þetta segir Pétur Steingrímsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Grétar Ómarsson, íbúi í Vestamannaeyjum, skrifaði innanríkisráðherra bréf í gær. Þar sagði hann frá því hvernig hann rak unga hettuklædda menn af lóð nágranna síns aðfaranótt þriðjudags. Í símtali sínu til Neyðarlínunnar hafi hann fengið þær upplýsingar að engin lögregla væri á vakt. „Það er allt rétt sem kemur fram í þessu bréfi," segir Pétur. Hann bendir á að þrjú innbrot hafi verið framin undanfarnar vikur í Eyjum. „Við höldum því fram að þau séu öll framin á þessum tíma sem stöðin er lokuð. Þau eru öll óupplýst," segir Pétur. Hann segir lögreglustöðinni vera lokað klukkan þrjú á nóttunni á virkum dögum og sé lokuð til sjö. Um helgar loki stöðin klukkan sex um morguninn en opni aftur klukkan tíu. Þannig loki lögreglustöðin rétt eftir að öldurhúsunum er lokað sem sé skrýtið. „Á góðviðrisdögum á sumrin þá er fullt af fólki í bænum og það fer ekkert heim um leið og pöbbunum er lokað," segir Pétur. Hann bendir á að ef kalla þurfi út lögreglumann taki það lágmark stundarfjórðung fyrir hann að koma sér á fætur, hafa sig til og mæta á vettvang. Hann segist hálfundrandi á því að íbúar í Vestmannaeyjum hafi ekki áttað sig á stöðu mála fyrr því svona hafi vaktirnar verið í tæp tvö ár. Á sama tíma hefur lögreglumönnum í Eyjum verið fækkað úr ellefu í átta. „Við erum að missa þrjá menn. Það er verið að skerða öryggi okkar úti á vettvangi," segir Pétur. Hann bætir við að áður hafi verið þrír menn á næturvakt en séu nú tveir. Niðurskurðurinn komi einnig niður á dagvaktinni. „við vorum tveir á dagvöktum en nú bara einn fyrir utan yfirlögregluþjóninn og lögreglufulltrúa sem sinnir rannsóknum. Þetta er örugglega svona víða á landinu," segir Pétur.
Tengdar fréttir Hettuklæddir menn en engin lögga á vakt Grétar Ómarsson, íbúi í Vestmannaeyjum, hefur sent innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, skriflega fyrirspurn vegna atviks sem kom upp á Heimaey aðfaranótt þriðjudags. 13. mars 2013 11:12 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Sjá meira
Hettuklæddir menn en engin lögga á vakt Grétar Ómarsson, íbúi í Vestmannaeyjum, hefur sent innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, skriflega fyrirspurn vegna atviks sem kom upp á Heimaey aðfaranótt þriðjudags. 13. mars 2013 11:12