Erlent

Armstrong notaði ólögleg lyf í öllum Tour de France sigrum sínum

Bandaríski reiðhjólakappinn Lance Armstrong hefur játað að hafa notað ólögleg lyf í öllum þeim sjö Tour de France reiðhjólakeppnum sem hann vann á árunum 1999 til 2005.

Þetta kom fram í viðtali Oprah Winfrey við Armstrong í sjónvarpsþætti hennar í gærkvöldi. Hann segir að lyfjanotkunin hafi verið nauðsynleg til þess að sigra í Tour de France og hann hafi ekki óttast að upp um hana kæmist.

Hann segir að ákvörðunin um að nota lyfin hafi hann sjálfur tekið, þetta séu hans mistök og hann biðst afsökunar á málinu í heild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×